Aðskilin búseta : Búsetumynstur pólskra innflytjenda í Reykjavík

Í þessari grein er fjallað um búsetumynstur pólskra inn-flytjenda í Reykjavík í samanburði við borgarbúa með íslenskan bakgrunn út frá. Búsetumynstur innflytjenda gefa vísbendingu um aðlögun þeirra að og inngildingu í samfélagið sem þeir flytja til og getur að auki haft um-talsverð áhrif á lífsgæði...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Stefánsson, Kolbeinn Hólmar
Other Authors: Félagsráðgjafardeild
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/4617
Description
Summary:Í þessari grein er fjallað um búsetumynstur pólskra inn-flytjenda í Reykjavík í samanburði við borgarbúa með íslenskan bakgrunn út frá. Búsetumynstur innflytjenda gefa vísbendingu um aðlögun þeirra að og inngildingu í samfélagið sem þeir flytja til og getur að auki haft um-talsverð áhrif á lífsgæði þeirra og framtíðarmöguleika barna þeirra. Niður-stöðurnar byggja á skráargögnum Hagstofu Íslands. Auk lýsandi tölfræði og fylgnigreininga er notast við svokallaða ólíkindavísitölu (e. index of dissimilarity) til að bera saman búsetumynstur eftir skólahverfum Reykja-víkurborgar. Horft er til þess hvernig fjárhagur innflytjenda og lengd bú-setu hefur áhrif á búsetumynstur. Niðurstöðurnar benda til þess að aðskiln-aður pólskra innflytjenda og íbúa með íslenskan bakgrunn sé með minna móti en engu að síður séu tvö svæði innan Reykjavíkur sem skera sig úr með há hlutföll íbúa af pólskum uppruna. Í öðru hverfinu eru innflytjendur með lægri tekjur og sem hafa dvalið skemur á Íslandi en í hinu hverf-inu er hópurinn tekjuhærri og hefur búið hér lengur. Pólskir innflytjendur hafa almennt tilhneigingu til að búa í tekjulægri hverfum. Þeir sem hafa búið lengst á Íslandi og hafa hæstu tekjurnar búa hins vegar á svæðum þar sem pólskir innflytjendur eru fáir. Niðurstöðurnar eru helst í samræmi við kenningar um lagskipta aðlögun en hugsanlega er það tímabundinn fasi í aðlögun og inngildingu pólskra innflytjenda og í frekari rannsóknum á búsetumynstrum hópsins er nauðsynlegt að taka tillit til fjölbreytileika hópsins This article examines the residential segregation of polish immigrants in Reykjavik relative to people with and Icelandic background living there. Residential segregation gives indications about how well the immigrant group has integrated into their host society and has implica-tions for immigrant well-being as well as future opportunities for their children. The analysis presented are descriptive statistics, correlation co-efficients and indexes of dissimilarity used to compare residential patterns of polish immigrants ...