Inntak konungdóms í konungsríkinu Íslandi

Í greininni er gerð grein fyrir inntaki konungdóms í konungsríkinu Íslandi en allt fram til þess tíma er Ísland verður frjálst og fullvalda ríki eru konungbornir þjóðhöfðingjar áhrifamiklir gerendur við stjórn ríkja Norðurálfu, sér í lagi hvað varðar utanríkismál. Í greininni er rakið hvernig meðfer...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla
Main Author: Bragason, Björn Jón
Other Authors: Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/4616
https://doi.org/10.13177/irpa.a.2023.19.1.3
Description
Summary:Í greininni er gerð grein fyrir inntaki konungdóms í konungsríkinu Íslandi en allt fram til þess tíma er Ísland verður frjálst og fullvalda ríki eru konungbornir þjóðhöfðingjar áhrifamiklir gerendur við stjórn ríkja Norðurálfu, sér í lagi hvað varðar utanríkismál. Í greininni er rakið hvernig meðferð utanríkismála var kjarni konungdómsins í huga Kristjáns X, fyrsta og eina konungs konungsríkisins Íslands, en í hans huga kom ekki annað til álita en aðeins ein utanríkisþjónusta starfaði í hans umboði. Fyrst kastaðist verulega í kekki með konungi og íslenskum ráðamönnum þegar þeir hinir síðarnefndu léðu máls á uppsögn sambandslagasamningsins og þar með stofnun eigin utanríkisþjónustu. Í greininni eru hugtökunum persónusambandi og málefnasambandi gerð skil, leidd að því rök að milli Íslands og Danmerkur hafi verið persónusamband og um tvö aðskilin konungsembætti hafi verið að ræða. The article describes the implementation of the monarchy in the Kingdom of Iceland. Until the time Iceland became sovereign state, the royal heads of state were influential actors in the governance of European countries, especially in terms of foreign affairs. The article outlines how the handling of foreign affairs was the core of the monarchy in the mind of Christian X, the first and only king of the Kingdom of Iceland. He wished to direct it through a single foreign service working undir his authority. First, there was a serious falling out with the king and the Icelandic politicians when the latter demanded the termination of the union agreement and thus the establishment of an Icelandic foreign service. In the article, the terms personal union and real union are defined and lead to the argument that there was a personal union between Iceland and Denmark. Keywords: King of Iceland; Kingdom of Iceland; personal union; real union. Peer reviewed