„Finnst ég aldrei standa mig og man ekki neitt“ : Samviskubit, kvíði og skömm mæðra og feðra í tengslum við skóla- og tómstundavinnu barna

Hér og víða erlendis hefur krafa á aðkomu foreldra að skólagöngu og tómstundastarfibarna sinna farið vaxandi, en þessi síaukna áhersla virðist ekki hafa verið skoðuð og ræddmeð gagnrýnum hætti hérlendis. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða með hvaðahætti samviskubit, kvíði og skömm birtust hjá...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Netla
Main Author: Auðardóttir, Auður Magndís
Other Authors: Deild menntunar og margbreytileika
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/4609
https://doi.org/10.24270/netla.2023/17
Description
Summary:Hér og víða erlendis hefur krafa á aðkomu foreldra að skólagöngu og tómstundastarfibarna sinna farið vaxandi, en þessi síaukna áhersla virðist ekki hafa verið skoðuð og ræddmeð gagnrýnum hætti hérlendis. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða með hvaðahætti samviskubit, kvíði og skömm birtust hjá mæðrum og feðrum í tengslum við skólaog tómstundastarf barna þeirra. Lögð er áhersla á að skilja hvað þessi tilfinningaleguviðbrögð segja okkur um samfélagslegar aðstæður barnafjölskyldna. Gögnum var safnaðmeð eigindlegri spurningakönnun þar sem foreldrar barna á aldrinum 0–18 ára vorubeðnir um að lýsa tilfinningum sínum í tengslum við foreldrahlutverkið. Alls söfnuðust374 svör frá mæðrum og 76 frá feðrum. Gögnin voru greind með aðferð ígrundandiþemagreiningar. Fyrra þema greiningarinnar var „Geri ég þetta rétt?“ Móðirin semábyrgðarmaður heimanáms og tómstunda. Þar greindu mæðurnar frá samviskubiti ogkvíða í tengslum við skóla- og tómstundavinnu, svo sem heimalestur og æfingar. Feðurnirgreindu mun síður frá slíkum tilfinningum á meðan mæðurnar lýstu samviskubitinusem stöðugu. Svörin gáfu sterkar vísbendingar um að þær öxluðu mun meiri ábyrgðá skóla- og tómstundavinnu heldur en feðurnir. Seinna þemað nefndist Allir fjandanstölvupóstarnir: Mæður á þriðju vaktinni. Þar lýstu mæður þeirri hugrænu byrði semþær þyrftu að axla vegna skóla- og tómstundavinnu sinnar og hvernig hún ylli þeimsamviskubiti, kvíða og skömm. Einnig voru dæmi um slík svör frá feðrum en þau vorumun sjaldgæfari. Þessar niðurstöður eru settar í samhengi við hugmyndafræði ákafrarmæðrunar og einstaklingsvæðingu foreldrahlutverksins. Álag á mæðrunum hefurneikvæð áhrif á samskipti innan fjölskyldna og milli foreldra og fagfólks sem er andstætthagsmunum barna og annarra fjölskyldumeðlima. Parents are increasingly expected to cooperate with schools about their children’seducation and be educators in the home. They are also expected to organise the children’sleisure time with sports or other extra-curricular activities. This is also the case herein Iceland ...