Ummah in the North Atlantic: The community of Muslims in Iceland

Þessi ritgerð fjallar um samfélag múslíma á Íslandi, innbyrðis tengsl þess sem og samskipti við íslenskt þjóðfélag og stofnanir þess. Staða þessa samfélags er sett í sögulegt og pólitískt samhengi og einkum þá orðræðu sem varð áberandi eftir 11. September 2001, þar sem viðhorf Vesturlanda til múslím...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigurðsson, Kristján Þór
Other Authors: Unnur Dís Skaptadóttir, Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild (HÍ), Faculty of Sociology, Anthropology and Folkloristics (UI), Félagsvísindasvið (HÍ), School of Social Sciences (UI), Háskóli Íslands, University of Iceland
Format: Doctoral or Postdoctoral Thesis
Language:English
Published: University of Iceland, School of Social Sciences, Faculty of Sociology, Anthropology and Folkloristics 2023
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/4595
Description
Summary:Þessi ritgerð fjallar um samfélag múslíma á Íslandi, innbyrðis tengsl þess sem og samskipti við íslenskt þjóðfélag og stofnanir þess. Staða þessa samfélags er sett í sögulegt og pólitískt samhengi og einkum þá orðræðu sem varð áberandi eftir 11. September 2001, þar sem viðhorf Vesturlanda til múslíma, íslam og hins svokallaða múslímska heims, tóku í vaxandi mæli á sig neikvæðan blæ. Þetta lýsti sér m.a. í aukinni andúð gegn múslímum í vestrænum ríkjum, þar sem hugtakið íslamófóbía varð áberandi í opinberri orðræðu. Hið fámenna samfélag múslíma á Íslandi hefur ekki farið varhluta af þessari orðræðu, en hún varð samt fyrst áberandi í kjölfarið á úthlutun lóðar til moskubyggingar, en fyrir þann tíma höfðu and múslímsk viðhorf á Íslandi fyrst og fremst verið innflutt erlendis frá, þar sem ekki var hægt að heimfæra þessi viðhorf til atvika á Íslandi. Fram að úthlutun lóðarinnar var samfélag múslíma á Íslandi nær ósýnilegt og þess vegna þurfti að flytja neikvæða umfjöllun erlendis frá og tengja þá neikvæðni múslímum á Íslandi. Megin markmið ritgerðarinnar er að sýna fram á stöðu samfélags múslíma á Íslandi útfrá þeirra eigin sjónarhóli og setja hana í hnattrænt, sögulegt og pólitískt samhengi og greina frá félagslegum, menningarlegum og trúarlegum þáttum í því samhengi. Rannsóknin byggir á etnógrafískri þáttökuaðferð, opnum viðtölum og óformlegum samræðum á vettvangi, sem og á fjölmiðlarýni og opinberri orðræðu um þennan þjóðfélagshóp á Íslandi. Helstu kenningalegu áherslur snúa að félagslegum og menningarlegum margbreytileika, samskiptum minnihlutahópa við meirihlutasamfélagið og um skörum margbreytilegra sjálfumleika í flóknu félagslegu og menningarlegu umhverfi. Í ritgerðinni skoða ég skipulag hins múslímska samfélags á Íslandi, trúfélög og þann starfa sem þar á sér stað og samskipti þessara félaga innbyrðis. Ég greini frá samskiptum þessara trúfélaga við nokkrar íslenskar stofnanir tengdar ríkinu, og þar sést að samfélag múslíma á Íslandi er í töluvert miklum formlegum og óformlegum samskiptum við bæði veraldlegar ...