Reynsla kvenna af því að greinast með meðgöngusykursýki og vitneskja þeirra um mikilvægi eftirfylgdar eftir fæðingu : Eigindleg rannsókn

ÚTDRÁTTUR Tilgangur Meðgöngusykursýki er einn af algengustu kvillum sem koma fram á meðgöngu ásamt háþrýstingi og meðgöngueitrun. Tíðni meðgöngusykursýki hérlendis hefur farið ört vaxandi, eða úr 2,6% árið 2006 í 16,6% árið 2020. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að þróa meðferðarúr...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Andradóttir, Emilía Fönn, Gunnarsdóttir, Þóra Jenný, Konráðsdóttir, Elísabet, Benediktsson, Rafn, Jónsdóttir, Helga
Other Authors: Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild, Önnur svið, Læknadeild
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/4578
Description
Summary:ÚTDRÁTTUR Tilgangur Meðgöngusykursýki er einn af algengustu kvillum sem koma fram á meðgöngu ásamt háþrýstingi og meðgöngueitrun. Tíðni meðgöngusykursýki hérlendis hefur farið ört vaxandi, eða úr 2,6% árið 2006 í 16,6% árið 2020. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að þróa meðferðarúrræði fyrir þennan hóp kvenna fyrir og eftir barnsburð. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða reynslu kvenna sem fengið hafa meðgöngusykursýki af greiningu og meðferð fyrir og eftir barnsburð. Aðferð Gerð var eigindleg rannsókn. Valdar voru með þægindaúrtaki konur sem áttu barn á Sjúkrahúsinu á Akureyri á tímabilinu janúar 2021 til nóvember 2021 og greinst höfðu með meðgöngusykursýki á yfirstandandi meðgöngu. Fjórtán konur tóku þátt. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl og gögnin greind með efnisgreiningu. Niðurstöður Tvö meginþemu komu fram og voru þau annars vegar tilfinningalegt ójafnvægi og ringulreið og hins vegar breytileiki á framboði og skilningi á mikilvægi eftirfylgdar. Konunum þótti meðgöngusykursýkisgreiningin ákveðinn stimpill, sérstaklega þeim sem voru í yfirþyngd. Þeim reyndist auðveldara að stjórna blóðsykrinum með mataræði og lífsstílsbreytingum en lyfjagjöf. Talsverður breytileiki var á því hvaða þjónustu konunum var boðin varðandi meðgöngusykursýkina og hve móttækilegar þær voru fyrir henni. Flestar töldu sig hafa fengið fullnægjandi fræðslu og stuðning á meðgöngunni og eftir hana. Ályktanir Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um að það finnist konur sem greinst hafa með meðgöngusykursýki sem fá takmarkaðan stuðning og eftirfylgd eftir barnsburð, og ef hann er í boði þá afþakki þær hann. Huga þarf betur að þessum hópi kvenna, sérstaklega með það að markmiði að koma í veg fyrir að þær þrói með sér sykursýki tegund 2 eða aðra afleidda kvilla seinna á lífsleiðinni. Aim Gestational diabetes is one of the most common disorder that occur during pregnancy along with hypertension and preeclampsia. In Iceland, the incidence of gestational diabetes has been rising in recent years, from 2.6% in 2006 to 16.6% in 2020. ...