Útkoma fæðinga kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og reynsla þeirra af umönnun

Markmið: Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skapa þekkingu um hvort og þá hvar þarf að bæta starfshætti innan íslensku barneignarþjónustunnar og hvernig hægt er að tryggja velferð og heilsu kvenna af erlendum uppruna í barneignarferlinu og nýbura þeirra. Markmið fyrsta hluta rannsóknarinnar var að...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðmundsdóttir, Embla Ýr
Other Authors: Helga Gottfreðsdóttir, Marianne Niuwenhuijze, Hjúkrunarfræðideild (HÍ), Faculty of Nursing (UI), Heilbrigðisvísindasvið (HÍ), School of Health Sciences (UI), Háskóli Íslands, University of Iceland
Format: Doctoral or Postdoctoral Thesis
Language:English
Published: University of Iceland, School of Health Sciences, Faculty of Nursing 2023
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/4518
Description
Summary:Markmið: Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skapa þekkingu um hvort og þá hvar þarf að bæta starfshætti innan íslensku barneignarþjónustunnar og hvernig hægt er að tryggja velferð og heilsu kvenna af erlendum uppruna í barneignarferlinu og nýbura þeirra. Markmið fyrsta hluta rannsóknarinnar var að kanna fæðingarútkomu meðal kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Markmið annars hluta rannsóknarinnar var að kanna notkun kvenna af erlendum uppruna á verkjameðferðum við fæðingu og fá þannig innsýn í gæði ljósmóðurþjónustu í fæðingu. Markmið þriðja hluta rannsóknarinnar var að lýsa þörfum, væntingum og upplifun kvenna af erlendum uppruna af umönnun ljósmæðra í fæðingu á Íslandi. Saman munu þessir þrír hlutar rannsóknarinnar gera okkur kleift að öðlast dýpri þekkingu í útkomu þeirra, fá innsýn í umönnunarþarfir þeirra og hvort þær hafi upplifað þarfir sínar í fæðingu uppfylltar. Bakgrunnur: Nýlegar rannsóknir benda til misræmis í fæðingarútkomum þegar kemur að konum af erlendum uppruna sem búa í hátekjulöndum samanborið við konur með uppruna í landinu. Innflytjendum fjölgar hratt hér á landi en 13,6% þjóðarinnar voru með erlent ríkisfang árið 2020. Samt sem áður er takmörkuð þekking fyrir hendi um heilsufar kvenna af erlendum uppruna á barneignaraldri á Íslandi og aðgengi þeirra að heilbrigðiskerfinu og reynslu af barneignarþjónustu í landinu. Aðferð: Notast var við tvær lýðgrundaðar ferilrannsóknir auk eigindlegrar rannsóknar þar sem notast var við ígrundaða þemagreiningu með langtímasniði á viðtölum, tekin annars vegar á meðgöngu og hins vegar eftir fæðingu. Í rannsókn I og II voru konur af erlendum uppruna skilgreindar sem konur með annað ríkisfang en íslenskt, þar á meðal flóttamenn og hælisleitendur. Þær voru einnig flokkaðar í þrjá hópa, byggt á mannþróunarvísitölu ríkisfangslands þeirra (Human Development Index (HDI)) og áhrif ríkisfangs áætluð. Rannsókn I var söguleg lýðgrunduð ferilrannsókn og náði til kvenna sem fæddu einbura á Íslandi á árunum 1997 til 2018, samtals 92.403 fæðingar. Helstu útkomubreytur ...