Prótónpumpuhemlar: Hvenær á að takmarka, hætta eða hefja ekki meðferð?

Publisher Copyright: © 2023 Laeknafelag Islands. All rights reserved. Ágrip Prótónpumpuhemlar eru öflug sýruhemjandi lyf og tilkoma þeirra hefur gjörbylt meðferð sýrutengdra sjúkdóma. Helstu og almennt viðurkenndu ábendingar fyrir notkun þeirra er meðferð við bakflæði og sárasjúkdómi í meltingarvegi...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Helgadóttir, Hólmfríður, Björnsson, Einar Stefán
Other Authors: Önnur svið, Læknadeild
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/4393
https://doi.org/10.17992/lbl.2023.0708.752
Description
Summary:Publisher Copyright: © 2023 Laeknafelag Islands. All rights reserved. Ágrip Prótónpumpuhemlar eru öflug sýruhemjandi lyf og tilkoma þeirra hefur gjörbylt meðferð sýrutengdra sjúkdóma. Helstu og almennt viðurkenndu ábendingar fyrir notkun þeirra er meðferð við bakflæði og sárasjúkdómi í meltingarvegi, uppræting Helicobacter pylori-sýkingar ásamt sýklalyfjum og fyrirbyggjandi meðferð samhliða bólgueyðandi gigtarlyfjum eða blóðflöguhemjandi lyfjum. Með klínískum árangri fylgdi víðtæk notkun PPI-lyfja sem hefur stöðugt aukist frá tilkomu þeirra án breytingar í tíðni sýrutengdra sjúkdóma. PPI-lyf eru meðal mest ávísuðu lyfja á heimsvísu og ætla má að fleiri en tíundi hver Íslendingur noti nú PPI-lyf. Þessi stöðuga aukning er talin tengjast ofnotkun, ýmist af völdum ávísana án ábendinga eða vegna áframhaldandi meðferðar með eða án ábendingar í upphafi. Í seinni tíð hafa fleiri beint sjónum sínum að því hvaða vandamál kunni að fylgja ofnotkun PPI-lyfja, ekki einungis hvað varðar aukinn kostnað heldur einnig hugsanlega hættu á ávanabindingu og aukaverkunum við langtímanotkun. Þessari yfirlitsgrein er ætlað að gefa hagnýt ráð um notkun PPI-lyfja með sérstaka áherslu á hvenær skuli takmarka, hætta eða hefja ekki meðferð. Greinin er byggð á leit í PubMed, eigin klínískri reynslu og okkar rannsóknum með það að markmiði að leiðbeina læknum við að taka upplýstar og meðvitaðar ákvarðanir um notkun PPI-lyfja í klínísku starfi. Proton pump inhibitors (PPIs) are potent inhibitors of gastric acid secretion that have changed treatment practice for gastric acid-related disorders. The major adequate indications for their use are treatment of gastro-esophageal reflux disease, peptic ulcers, eradication of Helicobacter pylori infection in combination with antibiotics and prophylaxis for patients on non-steroidal anti-inflammatory or antiplatelet drugs. Since their introduction, clinical success has been accompanied by widespread use of PPIs, which has steadily increased over the last decades without concomitant increase in the ...