Þjálfun landsbyggðarlækna í meðhöndlun slasaðra og bráðveikra

Publisher Copyright: © 2023 Laeknafelag Islands. All rights reserved. INNGANGUR Störf landsbyggðarlækna eru umtalsvert ólík störfum við heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir utan að sinna hinu hefðbundna verksviði heilsugæslulækna þurfa landsbyggðarlæknar að annast greiningu og fyrstu meðferð í...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Einarsdottir, Asta Evlalia, Björnsson, Hjalti Már, Oskarsson, Jon Palmi, Runolfsson, Steinthor
Other Authors: Læknadeild, Önnur svið
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/4241
https://doi.org/10.17992/lbl.2023.06.747
Description
Summary:Publisher Copyright: © 2023 Laeknafelag Islands. All rights reserved. INNGANGUR Störf landsbyggðarlækna eru umtalsvert ólík störfum við heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir utan að sinna hinu hefðbundna verksviði heilsugæslulækna þurfa landsbyggðarlæknar að annast greiningu og fyrstu meðferð í öllum neyðartilvikum sem er venjulega sinnt á bráðamóttökum sjúkrahúsa í þéttbýli. Markmið rannsóknarinnar voru að kanna viðhorf landsbyggðarlækna til námskeiða í bráðalækningum og þátttöku í þeim, kanna hvernig þessi hópur metur eigin hæfni til að bregðast við vandamálum og kanna stöðu endurmenntunar á sviði bráðalækninga. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn og samanstóð þýðið af sérfræðilæknum og almennum læknum með minnst tveggja ára starfsreynslu að loknu kandídatsári sem starfa að minnsta kosti fjórðung ársins utan höfuðborgarsvæðisins. Upplýsingum var safnað með rafrænum spurningalista. Notað var t-próf og kí-kvaðrat próf og voru marktæknimörk p<0,05. NIÐURSTÖÐUR Könnunin var send til 84 lækna og alls luku 47 (56%) við könnunina. Höfðu yfir 90% þátttakenda farið á námskeið í sérhæfðri endurlífgun en einungis 18% þátttakenda tekið þátt í námskeiði í bráðalækningum utan sjúkrahúsa (BLUS) sem er sérhannað fyrir þennan markhóp. Meira en helmingur þátttakenda taldi sig hafa góða þjálfun til að framkvæma 7 af 11 neyðarinngripum. Þá töldu yfir 40% þátttakenda að bæta þyrfti endurmenntun í 7 af 10 flokkum bráðaþjónustu. Að lokum taldi yfir helmingur þátttakenda að skortur á afleysingalæknum væri þess valdandi að þeir gætu ekki sótt sér endurmenntun. ÁLYKTANIR Meirihluti landsbyggðarlækna telur sig hafa góða þjálfun til að veita bráðaþjónustu. Helst er þörf á að bæta þjálfunina varðandi störf á vettvangi og í sjúkrabíl, bráðavandamálum barna og fæðingum og bráðum kvensjúkdómum. Auka þarf aðgengi landsbyggðarlækna að sérhæfðum bráðanámskeiðum. INTRODUCTION: Rural medicine is in many ways different from urban primary care. In addition to providing primary care for a population, the ...