Mæðradauði á Íslandi 1976-2015

Publisher Copyright: © 2023 Laeknafelag Islands. All rights reserved. Ágrip TILGANGUR Mæðradauði er fátíður og alvarlegur atburður, – mælikvarði á umgjörð þungunar og barneigna. Tilgangur rannsóknarinnar var að finna og flokka tilvik á Íslandi samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum og skoða breytingar...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Birgisdottir, Hera, Aspelund, Thor, Geirsson, Reynir Tómas
Other Authors: Læknadeild, Kvenna- og barnaþjónusta
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/4057
https://doi.org/10.17992/lbl.2023.03.734
Description
Summary:Publisher Copyright: © 2023 Laeknafelag Islands. All rights reserved. Ágrip TILGANGUR Mæðradauði er fátíður og alvarlegur atburður, – mælikvarði á umgjörð þungunar og barneigna. Tilgangur rannsóknarinnar var að finna og flokka tilvik á Íslandi samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum og skoða breytingar dánarhlutfalla á 40 ára tímabili. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Gögn frá Hagstofu Íslands um konur 15-49 ára sem létust 1985-2015 voru samkeyrð við fæðingaskráninguna og vistunarskrár til að finna konur sem létust á meðgöngu, ≤42 dögum eða innan 43-365 daga frá fæðingu barns eða lokum snemmþungunar. Fyrir árin 1976-1984 var leitað handvirkt. Sjúkraskrár og krufningaskýrslur voru skoðaðar. Dauðsföllin voru flokkuð í bein, óbein eða ótengd og ákvarðað hvort mæðradauði var snemm- eða síðkominn. NIÐURSTÖÐUR Alls létust 1600 konur 15-49 ára, þar af 48 í þungun eða á árinu eftir hana. Fæðingar voru 172.369 og heildartíðni dauðsfalla mæðra ≤365 daga var 27,8/100.000 fæðingar. Mæðradauði samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (bein/óbein tilvik ≤42 dagar) varð í 14 tilvikum, eða 8,1/100.000. Tíðnin lækkaði milli fyrsta og síðasta 10 ára tímabilsins, með mestri lækkun í upphafi og síðan minni lækkun til loka rannsóknartímans. Beintengd dauðsföll voru 6, óbeint tengd 20 og ótengd 22 (slysfarir, sjúkdómar). Orsakir beintengdra dauðsfalla voru alvarleg meðgöngueitrun, lungnablóðrek og fylgjuvefskrabbamein. Óbeint tengd dauðsföll urðu vegna undirliggjandi sjúkdóma, svo sem krabbameins, sykursýki, heila/hjartasjúkdóma og sjálfsvíga. Engin kona lést í tengslum við utanlegsþungun, asablæðingu eða svæfingu/deyfingu. ÁLYKTANIR Mæðradauði á Íslandi er með því lægsta sem þekkist. Konur létust vegna meðgöngunnar, en einnig af versnun undirliggjandi sjúkdómsástands eða ótengdum ástæðum. Árvekni þarf sem fyrr vegna kvenna í áhættuhópum og gagnvart alvarlegum fylgikvillum þungunar og barneigna. INTRODUCTION: Maternal deaths are rare and an indirect measure of the societal framework surrounding pregnancy and childbirth. We surveyed ...