Tíðni fyrirburafæðinga og áhættuþátta hjá íslenskum konum og konum af erlendum uppruna á árunum 1997-2018

Publisher Copyright: © 2023 Laeknafelag Islands. All rights reserved. INNGANGUR Takmörkuð þekking er til um útkomur hjá konum af erlendum uppruna í barneignaferlinu samanborið við íslenskar konur. Markmið rannsóknarinnar var að skoða tíðni fyrirburafæðinga og áhættuþátta fyrir fyrirburafæðingum hjá...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Guðmundsdóttir, Embla Ýr, Vigfusdottir, Lilja, Gottfreðsdóttir, Helga
Other Authors: Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild, Önnur svið, Kvenna- og barnaþjónusta
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/3999
https://doi.org/10.17992/lbl.2023.02.729
Description
Summary:Publisher Copyright: © 2023 Laeknafelag Islands. All rights reserved. INNGANGUR Takmörkuð þekking er til um útkomur hjá konum af erlendum uppruna í barneignaferlinu samanborið við íslenskar konur. Markmið rannsóknarinnar var að skoða tíðni fyrirburafæðinga og áhættuþátta fyrir fyrirburafæðingum hjá þessum hópum á Íslandi. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var lýðgrunduð ferilrannsókn og gögn fengin úr Fæðingaskrá. Í ferilhópnum voru allar konur sem fæddu einbura frá 22v0d til 36v6d meðgöngu á Íslandi á árunum 1997-2018, samtals 89.170 konur. Hópnum var skipt í tvennt: konur með íslenskt og erlent ríkisfang. Frekari skipting hópsins var gerð með tilliti til lífskjaravísitölu ríkisfangslands þeirra. Tíðni fyrirburafæðinga og áhættuþátta fyrir fyrirburafæðingum var greind eftir þessum flokkum og marktækni á mun mæld með kí-kvaðrat prófi. NIÐURSTÖÐUR Marktækur munur var á tíðni fyrirburafæðinga hjá íslenskum konum (4,4%) og kvenna með erlent ríkisfang (5,6%) (p<0,001). Konur með erlent ríkisfang frá mið-lífskjaravísitölulöndum fæddu fyrir tímann í 5,5% tilfella (p<0,01) og konur frá lág-lífskjaravísitölulöndum í 6,4% tilfella (p<0,001). Konur með erlent ríkisfang greindust oftar með þvagfærasýkingar, sykursýki, vaxtarskerðingu og fyrirmálsrifnun himna, en sjaldnar með meðgöngueitrun, offitu, fylgjugalla, geðræn vandamál og aldur <18 ára (p<0,05). ÁLYKTUN Konur með erlent ríkisfang á Íslandi fæða oftar fyrirbura en íslenskar konur, þessi munur finnst helst hjá konum frá mið-lífskjaravísitölulöndum og lág-lífskjaravísitölulöndum. Þetta er í samræmi við margar erlendar rannsóknir. Munur á áhættuþáttum er til staðar og þarfnast frekari rannsókna. Taka þarf tillit til þessara þátta í áframhaldandi þróun meðgönguverndar kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Greinin barst til blaðsins 3. nóvember 2022, samþykkt til birtingar 3. janúar 2023. INTRODUCTION: Migrant women often experience worse perinatal outcomes during pregnancy, birth, and puerperium than native women, but results regarding preterm birth ...