Þróun eigin fagmennsku í skapandi starfi : Starfendarannsókn í leikskóla

Sköpun er mikilvæg þroska barna og er jafnframt einn grunnþáttur menntunar á Íslandi. Leikskólar sem horfa til starfsaðferða Reggio Emilia leggja áherslu á börn sem getumikla og skapandi einstaklinga. Þegar skólinn leggur rækt við meðfædda hæfileika þeirra eru allar líkur á að börnum finnist þau get...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Netla
Main Authors: Sívertsen, Ásta Möller, Jónsdóttir, Svanborg Rannveig, Guðjónsdóttir, Hafdís
Other Authors: Deild menntunar og margbreytileika, Deild kennslu- og menntunarfræði
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/3944
https://doi.org/10.24270/netla.2022.11
Description
Summary:Sköpun er mikilvæg þroska barna og er jafnframt einn grunnþáttur menntunar á Íslandi. Leikskólar sem horfa til starfsaðferða Reggio Emilia leggja áherslu á börn sem getumikla og skapandi einstaklinga. Þegar skólinn leggur rækt við meðfædda hæfileika þeirra eru allar líkur á að börnum finnist þau geta haft áhrif á samfélagið. Hlutverk kennara í skapandi skólastarfi felst í að skapa aðstæður sem styðja við skapandi hugsun og verkefni með áherslu á ferli umfram endanlega útkomu. Hér er sagt frá starfendarannsókn leikskólakennara sem rýndi í eigin starfshætti með áherslu á aukið vægi skapandi starfs á einni deild í leikskóla. Gagnaöflun hófst í janúar 2018 og lauk í október sama ár. Gagna var aflað með skrifum í rannsóknardagbók, með vettvangsathugunum og ljósmyndum. Gögnin voru greind reglulega og sem heild í lokin. Niðurstöðurnar voru flokkaðar í eftirfarandi flokka: Tækifærin í umhverfinu, kaflaskil og faglegt sjálfstraust. Meginþættir hvers kafla eru kynntir með dæmum úr rannsóknardagbók. Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á mikilvægi þess að leikskólakennari beiti virkri hlustun í starfi og að gagnkvæm virðing ríki milli kennara og barna. Ein sterkustu skilaboðin sem þessi rannsókn felur í sér eru hversu mikils virði er fyrir faglega vinnu kennara að gera starfendarannsókn og gera breytingar á eigin starfsháttum. Creativity is a fundamental pillar of education in Iceland, particularly important for the development of young children. Preschools that use the Reggio Emilia approach treat children as capable individuals born with “a hundred languages / a hundred hands / a hundred thoughts / a hundred ways of thinking / of playing, of speaking.” The teacher’s role in creative work is to facilitate opportunities for working creatively, emphasising the process rather than the outcome. This paper describes an action research project I, the first author, conducted on my work in preschool. The purpose of this project was to promote creative practices in my unit, with emphasis on the children reaching a ‘state of ...