Fyrirkomulag og upplifun nemenda af matssamtali í raunfærnimati í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands

Í þessari grein er fjallað um raunfærnimat í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands sem byggir á norrænni fyrirmynd. Umfjöllunin er afmörkuð við þróun matsgagna og aðferða í matssamtali í raunfærnimatinu til að meta þá þekkingu og hæfni sem nemendur hafa öðlast í starfi í leikskóla út frá hæfnivi...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Hreinsdóttir, Anna Magnea, Sigurðardóttir, Ingibjörg Ósk
Other Authors: Deild kennslu- og menntunarfræði
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/3902
https://doi.org/10.24270/netla.2022.14
Description
Summary:Í þessari grein er fjallað um raunfærnimat í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands sem byggir á norrænni fyrirmynd. Umfjöllunin er afmörkuð við þróun matsgagna og aðferða í matssamtali í raunfærnimatinu til að meta þá þekkingu og hæfni sem nemendur hafa öðlast í starfi í leikskóla út frá hæfniviðmiðum þeirra námskeiða sem voru til mats. Í greininni er sjónum beint að þeim matsgögnum og aðferðum sem stuðst var við í matssamtölunum ásamt upplifun nemenda og matsaðila af þeim. Meginmarkmið raunfærnimats er að einstaklingur fái viðurkennda þá reynslu sem hann hefur öðlast utan veggja skóla þannig að hann þurfi ekki að sækja nám í því sem hann þegar kann. Raunfærnin ætti í kjölfar mats að leiða til styttingar á námi. Fjögur grunnhugtök tengjast raunfærnimati; ferilmappa, skimunarlisti, sjálfsmatslisti og matssamtöl. Stuðst var við fjölbreyttar aðferðir í matssamtölum sem tóku mið af hæfniviðmiðum, kennslu og verkefnum námskeiðanna sem voru til raunfærnimats. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að nemendum fannst matssamtölin krefjandi. Þeim fannst undirbúningur fyrir samtölin góður og töluðu um að allir sem að ferlinu komu hefðu verið hjálpsamir og hvetjandi. Nemendum fannst matsaðilar taka sér góðan tíma til að hlusta á sig í samtalinu. Að mati matsaðila sýndu samtölin vel þá þekkingu og hæfni sem nemendur höfðu öðlast í starfi. Niðurstöðurnar styðja við þá hugmynd að mikilvægt sé að gefa ófaglærðu starfsfólki leikskóla tækifæri til þess að fá reynslu sína og þekkingu metna til styttingar á leikskólakennaranámi. The aim of the study was to develop a method to assess the knowledge and skills that preschool teacher students gain by working in preschool. The method is based on the learning outcomes of courses in the undergraduate program of preschool teacher education at the University of Iceland School of Education. According to the European Union Council, all countries in the union should implemented validation of informal learning at all school levels before 2018. Moreover, it is urgent to find ways to ...