Sjónsviðsskerðing við fyrstu MIGS-glákuaðgerð

Ágrip Inngangur Gláka er sjúkdómur sem lýsir sér með hrörnun á sjóntaug augans og er ein helsta ástæða blindu. Eina viðurkennda meðferð sjúkdómsins er lækkun augnþrýstings með lyfjum, lasermeðferð eða skurðaðgerðum. Undanfarið hafa orðið stórstígar framfarir með komu MIGS (minimally invasive glaucom...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Jonsson, David Thor, Ólafsdóttir, Ólöf Birna, Gottfredsdottir, Maria Soffia
Other Authors: Læknadeild, Önnur svið
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/3708
https://doi.org/10.17992/lbl.2022.12.720
Description
Summary:Ágrip Inngangur Gláka er sjúkdómur sem lýsir sér með hrörnun á sjóntaug augans og er ein helsta ástæða blindu. Eina viðurkennda meðferð sjúkdómsins er lækkun augnþrýstings með lyfjum, lasermeðferð eða skurðaðgerðum. Undanfarið hafa orðið stórstígar framfarir með komu MIGS (minimally invasive glaucoma surgery) glákuaðgerða sem taka styttri tíma og eru með lægri fylgikvillatíðni samanborið við hefðbundnar glákuaðgerðir. Því ætti að vera lægri þröskuldur til að vísa sjúklingum í aðgerð. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna sjónsviðsskerðingu við tilvísun í MIGS-aðgerð. Efni og aðferðir Afturskyggn rannsókn sem náði til allra sjúklinga sem undirgengust MIGS-aðgerð á tímabilinu janúar 2019 til júní 2020. Meðal þess sem var skoðað var glákugerð, sjónsviðsskerðing, og augnþrýstingur. Hópnum var skipt í tvo undirhópa eftir því hvort MIGS var framkvæmt með augasteinaskiptum eða ekki. Niðurstöður Gögn fengust frá 112 augum. Meðalaldur var 74,5 ára. Meðaltal sjónsviðsskerðingar var 8,8±6,4 dB og fjöldi glákulyfja var 2,3±1,2 fyrir allan hópinn. Marktækur munur (p<0,01) var á aldri, sjónsviðsskerðingu og fjölda glákulyfja milli þeirra sem fóru í glákuaðgerð með augasteinaskiptum og þeirra sem fóru í glákuaðgerð án augasteinakipta. Meðaltal sjónsviðsskerðingar fyrir augu með frumgleiðhornsgláku sem fóru ekki í augasteinaskipti var 11,2±6,5 dB samanborið við 6,0±3,3 dB fyrir flögnunargláku (p<0,05). Ályktanir Sjúklingar sem fóru einnig í augasteinaskipti voru með vægari gláku, á færri glákudropum og eldri en þeir sem fóru í MIGS-aðgerð án augasteinaskipta. Sjónsviðsskerðing og fjöldi augndropa var lægri samanborið við íslenska rannsókn þar sem sjúklingar gengust undir hefðbundna gláku-hjáveituaðgerð. Þetta bendir til þess að verið sé að senda sjúklinga fyrr í skurðaðgerð en áður. Augu með flögnunargláku voru með marktækt lægri sjónsviðsskerðingu heldur en gleiðhornsgláka. Þetta er vísbending um að íslenskir augnlæknar sendi sjúklinga með flögnunargláku fyrr í aðgerð en flögnunargláka er illvígari sjúkdómur en ...