Nýgengi stokkasega á Íslandi frá 2008 til 2020

Publisher Copyright: © 2022 Laeknafelag Islands. All rights reserved. INNGANGUR Stokkasegi er orsök um 0,5-1% allra heilablóðfalla. Stokkasegi getur valdið blæðingu og/eða heiladrepi auk hækkaðs innankúpuþrýstings. Erfitt getur reynst að greina stokkasega vegna fjölbreyttra einkenna og erfiðrar mynd...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Asgeirsdottir, Dagny, Olafsson, Ingvar H, Sveinsson, Olafur Arni
Other Authors: Önnur svið, Læknadeild, Landspítali
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/3658
https://doi.org/10.17992/lbl.2022.02.677
Description
Summary:Publisher Copyright: © 2022 Laeknafelag Islands. All rights reserved. INNGANGUR Stokkasegi er orsök um 0,5-1% allra heilablóðfalla. Stokkasegi getur valdið blæðingu og/eða heiladrepi auk hækkaðs innankúpuþrýstings. Erfitt getur reynst að greina stokkasega vegna fjölbreyttra einkenna og erfiðrar myndgreiningar á köflum. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka nýgengi stokkasega á Íslandi á tímabilinu 2008-2020, áhættuþætti, einkenni, meðferð og horfur. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Framkvæmd var lýsandi afturskyggn rannsókn án viðmiðunarhóps þar sem upplýsingum úr sjúkraskrám einstaklinga sem greindust með stokkasega á tímabilinu frá 1. janúar 2008 til 31. desember 2020 var safnað. Eftirfarandi þættir voru skoðaðir: kyn, greiningarár, aldur við greiningu, einkenni, þekktir áhættuþættir, rannsóknarniðurstöður, meðferðir og afdrif. Úrvinnsla fór fram í Excel og Rstudio. NIÐURSTÖÐUR Alls greindist 31 einstaklingar (22 konur). Meðalnýgengið var 0,72/100.000 manns á ári. Meðalaldur var 34,3 ár (14-63 ára). Algengasta einkennið var höfuðverkur (87%), önnur voru staðbundin taugaeinkenni, flog og skert meðvitund. Algengasti áhættuþátturinn meðal kvenna var notkun getnaðarvarnarlyfja (73%). Fjórir sjúklingar höfðu engan þekktan áhættuþátt. Í 74% tilfella var seginn í þverstokki. Stokkasegi var í tveimur eða fleiri bláæðastokkum í 58% tilfella. Allir sjúklingarnir voru settir á blóðþynningarmeðferð. Langoftast var byrjað á heparíni/léttheparíni og síðan tók við meðferð á warfaríni eða NOAC-lyfjum. Eftir þrjá mánuði mældust 87% sjúklinganna með 0-2 á modified Rankin-skalanum (mRS) og höfðu því enga eða væga fötlun eftir stokkasegann. Einn sjúklingur lést vegna stokkasega. ÁLYKTANIR Nýgengi stokkasega á Íslandi er í samræmi við erlendar rannsóknir. Höfuðverkur var algengasta einkennið og getnaðarvarnarlyf algengasti áhættuþátturinn meðal kvenna. Flestir sjúklinganna náðu góðum bata sem bendir til tímanlegrar greiningar og viðeigandi meðferðar á Íslandi. BACKGROUND: Cerebral venous sinus thrombosis (CSVT) is the cause of 0.5%-1% of ...