Áhrif menntunar á áhættuþætti og nýgengi æðakölkunarsjúkdóma

Publisher Copyright: © 2022 Laeknafelag Islands. All rights reserved. INNGANGUR Lágt menntunarstig hefur verið tengt óhagstæðri samsetningu áhættuþátta kransæðasjúkdóma. Þessu fylgir aukin áhætta á hjartaáföllum hjá minna menntuðum. Litlar upplýsingar eru til um samband menntunarstigs við alvarleika...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Andersen, Karl Konráð, Aspelund, Thor, Gudmundsson, Elias Freyr, Sigurdsson, Gunnar, Sigurdsson, Sigurdur, Björnsdóttir, Guðlaug, Thorsson, Bolli, Hardarsson, Thordur, Gudnason, Vilmundur
Other Authors: Önnur svið, Læknadeild, Skrifstofa aðgerðasviðs
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/3647
https://doi.org/10.17992/lbl.2022.0708.701
Description
Summary:Publisher Copyright: © 2022 Laeknafelag Islands. All rights reserved. INNGANGUR Lágt menntunarstig hefur verið tengt óhagstæðri samsetningu áhættuþátta kransæðasjúkdóma. Þessu fylgir aukin áhætta á hjartaáföllum hjá minna menntuðum. Litlar upplýsingar eru til um samband menntunarstigs við alvarleika æðakölkunarsjúkdóma. Við rannsökuðum tengsl menntunarstigs við áhættuþætti æðakölkunarsjúkdóma, algengi æðakölkunarskella og nýgengi hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Áhættuþáttakönnun Hjartaverndar (REFINE) er lýðgrunduð langsniðsrannsókn þar sem handahófsúrtak 25-69 ára einstaklinga var tekið á árunum 2005-2011. Þátttakendur gengust undir mælingar á helstu áhættuþáttum æðakölkunarsjúkdóma. Ómskoðanir á hálsslagæðum voru notaðar til greiningar á dulinni æðakölkun. Eftirfylgni var fram í byrjun mars 2019. NIÐURSTÖÐUR Rannsóknarþýðið samanstóð af 3251 karli og 3365 konum. Grunnskólamenntun höfðu 20,1% þátttakenda, 31,2% höfðu iðn- eða sambærilega menntun, 12,3% höfðu stúdentspróf og 36,4% höfðu lokið háskólanámi. Helstu áhættuþættir æðakölkunarsjúkdóma voru algengari hjá þeim sem höfðu eingöngu grunnskólamenntun en hjá þeim sem höfðu lengri skólagöngu. Veruleg æðakölkun í hálsslagæðum var marktækt algengari hjá þeim sem höfðu grunnskólamenntun eingöngu (OR 1,84; 95% CI 1,40-2,43) eða iðnmenntun (OR 1,49; 95% CI 1,16-1,91) samanborið við háskólamenntaða. Grunnskóla- eða iðnmenntaðir voru líklegri til að þróa klínískan hjarta- og æðasjúkdóm samanborið við háskólamenntaða á 10 ára eftirfylgnitíma rannsóknarinnar. Hefðbundnir áhættuþættir skýra stóran hluta þessarar áhættuaukningar. ÁLYKTUN Styttri skólaganga en framhaldsskólanám eða háskólamenntun tengist helstu áhættuþáttum æðakölkunarsjúkdóma sem endurspeglast í marktækt aukinni dulinni æðakölkun í hálsslagæðum og auknu nýgengi hjarta- og æðasjúkdóma. Óljóst er hvaða orsakaþættir liggja því til grundvallar en félagslegur og efnahagslegur ójöfnuður gæti átt hlut að máli. Mikilvægt er að beita markvissum forvarnaraðgerðum hjá þeim sem greinast í ...