Meðferð sjúklinga með sykursýki og kransæðasjúkdóm á Íslandi: : Víkkun, hjáveituaðgerð eða lyfjameðferð?

Publisher Copyright: © 2022 Laeknafelag Islands. All rights reserved. INNGANGUR Sykursýki er vaxandi vandamál en sykursjúkir eru í aukinni hættu á æðakölkun og útbreiddum kransæðasjúkdómi miðað við annað fólk. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig meðferð kransæðasjúkdóms sykursjúkra var há...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Kristjansdottir, Margret Kristin, Reynisdottir, Heidrun Osk, Mogensen, Brynjólfur Árni, Andersen, Karl Konráð, Guðbjartsson, Tómas, Sigurðsson, Martin Ingi, Guðmundsdóttir, Ingibjörg Jóna
Other Authors: Skrifstofa meðferðarsviðs, Önnur svið, Læknadeild, Skrifstofa aðgerðasviðs, Hjarta- og æðaþjónusta, Skurðstofur og gjörgæsla, Landspítali
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
PCI
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/3646
https://doi.org/10.17992/lbl.2022.0708.699
Description
Summary:Publisher Copyright: © 2022 Laeknafelag Islands. All rights reserved. INNGANGUR Sykursýki er vaxandi vandamál en sykursjúkir eru í aukinni hættu á æðakölkun og útbreiddum kransæðasjúkdómi miðað við annað fólk. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig meðferð kransæðasjúkdóms sykursjúkra var háttað á Íslandi frá 2010-2020. Skoðaðir voru áhrifaþættir meðferðarvals, hvort meðferð hefði breyst og langtímalifun sjúklinga. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var afturskyggn lýðgrunduð gagnarannsókn en gagna var aflað í rauntíma með skráningu í SCAAR/SWEDEHEART-gagnagrunninn sem geymir upplýsingar um bakgrunnsþætti sjúklinga, niðurstöður kransæðaþræðinga og -víkkana og meðferðaráform. Meðtaldir voru allir sykursjúkir með kransæðasjúkdóm greindan í kransæðamyndatöku á árunum 2010 til 2020 á Íslandi. Heildarlifun var metin með Kaplan-Meier-aðferð og sjálfstæðir forspárþættir með Cox-aðhvarfsgreiningu. NIÐURSTÖÐUR Af 1905 tilfellum (1485 sjúklingar) voru 1230 (65%) meðhöndluð með kransæðavíkkun, 274 (14%) með kransæðahjáveituaðgerð og 401 (21%) með lyfjameðferð eingöngu. Aldursdreifingin var ólík í meðferðarhópunum þremur: Víkkunarhópurinn var á breiðasta aldursbilinu, hjáveituhópurinn á því þrengsta og meðalaldur lyfjameðferðarhópsins var hæstur. Sjúklingar í STEMI eða hjartabilunarlosti voru frekar víkkaðir og sjúklingar sem voru einnig með hjartalokusjúkdóm fóru frekar í hjáveituaðgerð. Hlutfall hjáveituaðgerða hækkaði eftir því sem kransæðasjúkdómurinn var útbreiddari: 41% sjúklinga með vinstri höfuðstofnsþrengsli og þriggja æða sjúkdóm gengust undir hjáveituaðgerð en aðeins 2% sjúklinga með einnar æðar sjúkdóm. Frá 2010 til 2020 hækkaði hlutfall kransæðavíkkana úr 49% í 72% en hlutfall hjáveituaðgerða og lyfjameðferðar eingöngu lækkaði. Ekki sást munur á heildarlifun sjúklinga eftir kransæðavíkkun og kransæðahjáveituaðgerð (p=1,00). ÁLYKTUN Stærri hópur sykursjúkra er nú meðhöndlaður með kransæðavíkkun en áður (þrír af hverjum fjórum). Ekki sást marktækur munur á lifun sjúklinga eftir víkkun eða hjáveituaðgerð ...