Er svefn Íslendinga að styttast? : Yfirlitsgrein um svefnlengd og svefnvenjur

Publisher Copyright: © 2022 Laeknafelag Islands. All rights reserved. Svefn er sífellt oftar til umfjöllunar hér á landi. Áberandi eru fullyrðingar um að svefnlengd sé að styttast og stefni heilsu Íslendinga í voða. Fjárhagslegir hagsmunir og sölumennska lita umræðu um heilsu og þar er svefn engin u...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Benediktsdóttir, Bryndís, Arnadottir, Tinna Karen, Gíslason, Þórarinn, Cunningham, Jordan, Þorleifsdóttir, Björg
Other Authors: Læknadeild, Lyflækninga- og bráðaþjónusta, Önnur svið, Heilbrigðisvísindasvið, Landspítali
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/3638
https://doi.org/10.17992/lbl.2022.04.687
Description
Summary:Publisher Copyright: © 2022 Laeknafelag Islands. All rights reserved. Svefn er sífellt oftar til umfjöllunar hér á landi. Áberandi eru fullyrðingar um að svefnlengd sé að styttast og stefni heilsu Íslendinga í voða. Fjárhagslegir hagsmunir og sölumennska lita umræðu um heilsu og þar er svefn engin undantekning. Í þessari yfirlitsgrein verður leitast við að varpa ljósi á vísindalegan bakgrunn þessara staðhæfinga. Alþjóðlegar yfirlitsrannsóknir sem byggja á safngreiningu (meta-analysis) sýna að lítil breyting hefur orðið á svefnlengd hjá fullorðnum síðustu 100 árin, en svefn barna hefur styst, en ekki hefur verið sýnt fram á að þau sofi ekki nóg. Ekki hefur verið sýnt að svefn fullorðinna hafi styst. Svefnlengd íslenskra unglinga og fullorðinna er sú sama ef hún er borin saman við sambærilega hópa erlendis. Mæliaðferðir sem liggja til grundvallar þegar rannsóknir á svefnlengd eru bornar saman eru breytilegar og geta leitt til ólíkrar niðurstöðu. Þó sýnt hafi verið fram á tengsl svefnlengdar við neikvæða heilsufarsþætti, líkamlega og andlega, hefur ekki hefur verið sýnt fram á orsakasamband og nauðsynlegt er að horfa til fleiri þátta varðandi þau tengsl. Svefntímar Íslendinga eru hins vegar seinni en hjá fólki í nálægum löndum, líklega vegna hnattstöðu Íslands og misræmis milli náttúrulegrar sólarhæðar og staðartíma. Sleep health promotion is an ever-increasing subject of public discourse in Iceland. Prominent claims made include that the duration of sleep among Icelanders is shortening, and that changing sleeping habits constitute a significant public health risk. Like many aspects of healthcare, commercial interests and sales hype can skew perception. This review article will seek to shed light on the scientific background of these statements. International meta-analysis suggests there has been little change in sleep duration in adults over the past century. The duration of childrens sleep has shortened, but the consequences of this are not yet well established. Significant shortening of the sleep of adult ...