Sóttvarna- og samfélagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs COVID-19 og greiningar á hjartadrepi og algengum sýkingum árið 2020

Publisher Copyright: © 2022 Laeknafelag Islands. All rights reserved. INNGANGUR Sóttvarnaaðgerðir og breytingar á venjum almennings drógu úr útbreiðslu COVID-19 smita á árinu 2020 en áhrif aðgerðanna á tilurð og greiningu annarra sjúkdóma eru óþekkt. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða áhrif he...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Gylfason, Adalsteinn Dalmann, Bjarnason, Agnar, Helgason, Kristján Orri, Rögnvaldsson, Kristján Godsk, Ármannsdóttir, Brynja, Guðmundsdóttir, Ingibjörg Jóna, Gottfreðsson, Magnús
Other Authors: Læknadeild, Lyflækninga- og bráðaþjónusta, Önnur svið, Rannsóknaþjónusta, Hjarta- og æðaþjónusta, Landspítali
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/3637
https://doi.org/10.17992/lbl.2022.04.686
Description
Summary:Publisher Copyright: © 2022 Laeknafelag Islands. All rights reserved. INNGANGUR Sóttvarnaaðgerðir og breytingar á venjum almennings drógu úr útbreiðslu COVID-19 smita á árinu 2020 en áhrif aðgerðanna á tilurð og greiningu annarra sjúkdóma eru óþekkt. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða áhrif heimsfaraldurs COVID-19 og viðbragða vegna hans á tíðni greininga bráðs hjartadreps og ákveðinna sýkinga með mismunandi smitleiðir árið 2020 samanborið við árin 2016-2019. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Kennitölur einstaklinga 18 ára og eldri sem lögðust inn á Landspítala 2016-2020 með lungnabólgu eða brátt hjartadrep voru fengnar úr sjúkraskrárkerfum. Fengin voru gögn um Chlamydia trachomatis sýni, inflúensugreiningar, HIV-próf og jákvæðar Enterobacterales-blóðsýkingar frá rannsóknastofum. Staðlað nýgengishlutfall (standardised incidence ratio, SIR) ásamt 95% öryggisbili (95% confidence interval, 95%CI) var reiknað fyrir þessa sjúkdóma árið 2020 borið saman við árin 2016-2019. NIÐURSTÖÐUR Fjöldi útskriftargreininga vegna lungnabólgu sem var ekki vegna COVID-19 dróst saman um 31% árið 2020 (SIR 0,69 (95%CI 0,64-0,75)). Útskriftargreiningum vegna bráðs hjartadreps fækkaði um 18% (SIR 0,82 (95%CI 0,75-0,90)) og bráðum hjartaþræðingum vegna bráðs kransæðaheilkennis um 23% (SIR 0,77 (95%CI 0,71-0,83)), en 15% aukning varð á blóðsýkingum með Enterobacterales-tegundum (SIR 1,15 (95%CI 1,04-1,28)). Sýnum þar sem leitað var að Chlamydia trachomatis fækkaði um 14,8% (p<0,001) og 16,3% fækkun (p<0,001) varð í heildarfjölda jákvæðra sýna. Fjöldi HIV-prófa dróst saman um 10,9% og 23,6% samdráttur varð á staðfestum inflúensutilfellum árið 2020 þrátt fyrir að sýnataka tvöfaldaðist. ÁLYKTANIR Sjúkrahúsinnlögnum vegna lungnabólgu af öðrum orsökum en COVID-19 fækkaði um ríflega fjórðung árið 2020. Greiningum á bráðu hjartadrepi, klamydíu og inflúensu fækkaði. Margt bendir til að um raunfækkun sé að ræða vegna breyttrar hegðunar á farsóttartímum. INTRODUCTON: Nonpharmaceutical interventions to contain the spread of COVID-19 infections in ...