Áhrif gjörgæslulegu barns á líðan foreldra – framskyggn ferilrannsókn á Landspítala á árunum 2017 til 2019

Tilgangur. Misjafnt er hvernig foreldrar ná að vinna úr erfiðum tilfinningum í tengslum við gjörgæslulegu barna þeirra. Tilgangur verkefnisins var að meta áhrif gjörgæslulegu barns á andlega og líkamlega líðan foreldra á Íslandi. Aðferð. Um var að ræða framskyggnt rannsóknarsnið þar sem metið var ál...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Birgisdóttir, Henný Björk, Gísladóttir, Sigríður Árna, Kristjánsdóttir, Guðrún
Other Authors: Kvenna- og barnaþjónusta, Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild, Landspítali
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/3616
Description
Summary:Tilgangur. Misjafnt er hvernig foreldrar ná að vinna úr erfiðum tilfinningum í tengslum við gjörgæslulegu barna þeirra. Tilgangur verkefnisins var að meta áhrif gjörgæslulegu barns á andlega og líkamlega líðan foreldra á Íslandi. Aðferð. Um var að ræða framskyggnt rannsóknarsnið þar sem metið var álag og líðan foreldra sem áttu barn í legu á gjörgæsludeildum Landspítala lengur en 48 klukkustundir á tímabilinu janúar 2017 til maí 2019. Spurningalistarnir voru SCL-90 (Symptom cheklist), PSS:PICU (Parental stressor scale: Pediatric intensive care unit), PCL-5 (The posttraumatic stress disorder checklist) ásamt spurningalista um bakgrunn foreldra. Alvarleiki veikinda barns var metið með PRISM (Pediatric Risk of Mortality). Niðurstöður. Samtals tóku 29 (60,4%) foreldrar þátt í rannsókninni. Niðurstöður leiddu í ljós að þunglyndi og líkamleg vanlíðan (SCL-90) mældust hæst hjá foreldrum. Mæður voru marktækt líklegri til að þróa með sér einkenni líkamlegs álags í kjölfar gjörgæslulegu barns en ekki var munur á andlegum einkennum milli kynjanna. Fjöldi barna og atvinnuþátttaka foreldris hafði áhrif á líðan en síður menntun. Meðaltalsstig áfallastreitueinkenna voru 22,93 stig (0-66 stig). Fjórðungur (25%) mældist yfir greiningarviðmiði áfallastreituröskunnar með PCL-5. Ekki reyndist marktæk fylgni eftir kyni. Þeir foreldrar sem upplifa meiri andlega og/eða líkamlega vanlíðan voru marktækt líklegri til að sýna einkenni áfallastreituröskunnar. Útlitseinkenni og hegðun barns ásamt samskiptum við starfsfólk höfðu marktæk áhrif á líðan foreldra og jafnframt heildarupplifun foreldra af álagi í legu barnsins. Þá eru líkur á einkennum um vanlíðan og áfallastreituröskun marktækt hærri eftir því sem veikindi barnsins eru metin alvarlegri samkvæmt PRISM. Niðurstöður. Niðurstöður sýna að foreldrar barna sem þurfa á gjörgæsludvöl að halda upplifa almennt fleiri andleg og líkamleg einkenni en samanburðarhópur landsúrtaks foreldra. Vanlíðan þeirra er almenn en háð aðstæðum þeirra, upplifun og að einhverju leyti bakgrunni. Niðurstöðurnar ...