Fæðingarsaga kvenna með alvarlega liðbólgusjúkdóma : Niðurstöður frá ICEBIO og Fæðingaskrá

Publisher Copyright: © 2019 Laeknafelag Islands. All rights reserved. Inngangur Mikilvægt er að leita frekari þekkingar á meðgöngu og fæðingu hjá konum með liðbólgusjúkdóma. Staðan hérlendis er óþekkt og höfum við því samkeyrt ICEBIO og Fæðingaskrá Embættis landlæknis til að kanna hugsanleg áhrif al...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Author: ICEBIO
Other Authors: Kvenna- og barnaþjónusta, Læknadeild, Lyflækninga- og bráðaþjónusta, Landspítali
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/3586
https://doi.org/10.17992/lbl.2019.06.235
Description
Summary:Publisher Copyright: © 2019 Laeknafelag Islands. All rights reserved. Inngangur Mikilvægt er að leita frekari þekkingar á meðgöngu og fæðingu hjá konum með liðbólgusjúkdóma. Staðan hérlendis er óþekkt og höfum við því samkeyrt ICEBIO og Fæðingaskrá Embættis landlæknis til að kanna hugsanleg áhrif alvarlegra liðbólgusjúkdóma á meðgöngur og fæðingar íslenskra kvenna. Efniviður og aðferðir Skoðuð voru gagnlíkindahlutföll fyrir áhættu fyrirburafæðingar, keisaraskurðar, lágrar Apgar-einkunnar nýbura við 5 mínútur og lágrar fæðingarþyngdar, fyrir hvern sjúkdómshóp (iktsýki, sóragigt, hryggikt og óskilgreinda liðbólgu) miðað við viðmiðunarhópa. Meðgöngur og fæðingar eftir upphaf TNFα-hemlameðferðar (TNFi) voru bornar saman við fæðingar fyrir TNFi-meðferð og viðmiðunarhóp, með tilliti til sömu þátta. Niðurstöður Í lok árs 2016 voru 723 konur sem hafa fengið meðferð með TNFi skráðar í ICEBIO. Af þeim höfðu 412 fætt samtals 801 barn. Þar af fæddust 597 börn fyrir sjúkdómsgreiningu móður og 53 börn eftir að meðferð með TNFi hófst. Hlutfallsleg hætta á keisaraskurði meðal þessara kvenna var 1,47 (95% ÖB: 1,19-1,82; pkvenna með sóragigt, eða 2,06 (1,41-3,02; paukin hætta á fyrirburafæðingu eða lágri Apgar-einkunn. Hætta á lágri fæðingarþyngd var minni meðal kvenna með liðbólgusjúkdóma, eða 0,37 (0,36-0,37; p(n=53). Ályktun Íslenskar konur með alvarlega liðbólgusjúkdóma eru líklegri til að fæða með keisaraskurði en heilbrigður viðmiðunarhópur. Nýburum þeirra vegnar jafn vel og nýburum annarra kvenna. Ekki liggja fyrir næg gögn um fæðingar eftir upphaf TNFi-meðferðar til þess að hægt sé að álykta um áhrif TNFi á meðgöngur og fæðingar íslenskra kvenna með alvarlega liðbólgusjúkdóma. Introduction: To collect nationwide data in Iceland on pregnancy and its outcomes among female patients with active inflammatory arthritides we linked two registers, the ICEBIO register and the Icelandic Medical Birth Register. Methods: We used multivariate analysis to evaluate the risk of preterm birth, Caesarean section, low Apgar score at ...