Stoðnet vegna þrengsla í ristli og endaþarmi af völdum krabbameins

INNGANGUR Sjálfþenjandi málmstoðnet eru þekkt meðferð við þrengingum vegna ristil- og endaþarmskrabbameins. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna notkun slíkra stoðneta hérlendis fyrir tímabilið 2000-2018. Skoðuð var þróun fjölda sjúklinga sem fengu stoðnet, ýmist sem brú yfir í aðgerð eða sem líkn...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Ásbjarnardóttir, Margrét Guðrún, Valsdóttir, Elsa Björk, Sigurdsson, Helgi Kjartan, Möller, Páll Helgi
Other Authors: Lyflækninga- og bráðaþjónusta, Þverfræðilegt framhaldsnám, Önnur svið, Læknadeild, Landspítali
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/3559
https://doi.org/10.17992/lbl.2020.12.610
Description
Summary:INNGANGUR Sjálfþenjandi málmstoðnet eru þekkt meðferð við þrengingum vegna ristil- og endaþarmskrabbameins. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna notkun slíkra stoðneta hérlendis fyrir tímabilið 2000-2018. Skoðuð var þróun fjölda sjúklinga sem fengu stoðnet, ýmist sem brú yfir í aðgerð eða sem líknandi meðferð, og mat lagt á fylgikvilla og árangur. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem fengu sjálfþenjandi málmstoðnet á Landspítala vegna illkynja garnastíflu af völdum krabbameins í ristli og endaþarmi. Leitað var eftir greiningar- og aðgerðalyklum í sjúkraskrárkerfi Landspítala. NIÐURSTÖÐUR Alls fengu 43 sjúklingar með ristil- og endaþarmskrabbamein 53 stoðnet vegna þrengingar, sá fyrsti árið 2005. Fleiri sjúklingar fengu stoðnet sem líknandi meðferð (n=27) en brú yfir í aðgerð (n=16). Rof á ristli varð hjá 5 sjúklingum (12%). Meirihluti þeirra sjúklinga sem fékk stoðnet sem brú yfir í aðgerð fór í aðgerð þar sem framkvæmd var bein endurtenging (69%). Meirihluti sjúklinga sem fékk stoðnet sem líknandi meðferð fór ekki í aðgerð (63%). Varanlegt stómahlutfall hjá brúar-hópi var 27% og 22% hjá sjúklingum í líknandi meðferð. ÁLYKTUN Á rannsóknartímabilinu fóru flestir þeir sjúklingar, sem fengu stoðnet sem brú yfir í aðgerð, í aðgerð með beinni endurtengingu og þeir sjúklingar sem fengu stoðnet í líknandi tilgangi þurftu flestir ekki aðgerð. Tíðni rofs var nokkuð há í erlendum samanburði. Skortur var á rafrænum skráningum um tæknilegan og klínískan árangur. Í ljósi þess að um afturskyggna rannsókn og fáa sjúklinga var að ræða, verður að túlka allar niðurstöður með fyrirvara. INTRODUCTION: Self-expandable metal stents (SEMS) are a known treatment option for obstruction due to colorectal cancer. The objective of this project was to estimate the usage of such stents in Iceland between 2000-2018. We evaluated the number of patients who received the stent as a bridge to surgery (BtoS) or as a palliative therapy (PT) and evaluated complication rate and the technical and clinical success rate. ...