Ofbeldi gagnvart starfsfólki geðdeilda Landspítala

Tilgangur: Ákveðið hlutfall starfsfólks á geðdeildum verður fyrir ofbeldi við störf sín. Fyrir flesta sem verða fyrir ofbeldi hefur það einhver áhrif. Þessi rannsókn sýnir umfang þessa vandamáls í geðþjónustu Landspítala. Aðferð: Rafrænn spurningalisti var sendur á netföng starfsfólks úr öllum starf...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Snorrason, Jón, Sigurðsson, Jón Friðrik
Other Authors: Landspítali
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/3527
Description
Summary:Tilgangur: Ákveðið hlutfall starfsfólks á geðdeildum verður fyrir ofbeldi við störf sín. Fyrir flesta sem verða fyrir ofbeldi hefur það einhver áhrif. Þessi rannsókn sýnir umfang þessa vandamáls í geðþjónustu Landspítala. Aðferð: Rafrænn spurningalisti var sendur á netföng starfsfólks úr öllum starfsstéttum geðþjónustu Landspítala. Spurt var um hvort það hefði orðið fyrir ofbeldi síðustu 12 mánuði, hverjir voru gerendur og þolendur ofbeldis, hverjar afleiðingarnar ofbeldið hafði strax eða skömmu á eftir og hvernig því liði í vinnunni. Lýðheilsufræðilegar upplýsingar voru einnig fengnar um þátttakendur og reiknuð út tengsl þeirra við önnur svör í rannsókninni. Niðurstöður: Alls svöruðu 226 starfsmenn spurningalistanum eða 36,1% þeirra sem starfaði í geðþjónustu Landspítala á þessum tíma. 23,5% þátttakenda sögðust hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi síðustu 12 mánuði, 60,4% fyrir munnlegu ofbeldi og 18,9% fyrir kynferðislegu ofbeldi. Skýrt verður einnig frá öðrum niðurstöðum í greininni. Ályktun: Niðurstöðurnar sýna að ákveðið hlutfall starfsfólks í geðþjónustu Landspítala verður fyrir ofbeldi við störf sín eins og starfsfólk á geðdeildum erlendis. Fyrirbyggjandi aðgerðir og viðbrögð við ofbeldi eru mikilvægir og nauðsynlegir þættir í vinnuumhverfi geðdeilda. ENGLISH SUMMARY Aim: Mental health professionals is exposed to violence at work. Violence has some consequences for most victims. This study shows the extent of this problem at Landspítali mental health services. Method: An electronic questionnaire was e-mailed to all mental health professionals at Landspítali. They were asked whether they had experienced violence in the last 12 months, who caused the violence, what the consequences were immediately or soon after and how they felt at work. Demographic information were also gathered about the participants and their association with other variables in the research. Results: 226 of the mental health staff responded to the questionnaire or 36.1% of those employed at Landspítali mental health services at the time. ...