„Ég held að þetta hafi gefið okkur hugrekki til að láta í okkur heyra“ : Um frumkvæði nokkurra ungmenna að breytingum á námskrá og menntun í grunnskóla

Lögð er áhersla á að börn og ungmenni láti til sín taka og hafi áhrif á samfélag sitt. Í þessari grein er fjallað um niðurstöður rannsóknar á frumkvæði nokkurra ungmenna að stofnun félagsins Menntakerfið okkar og þær tillögur að breytingum á námskrá sem félagið hefur staðið fyrir. Varpað er ljósi á...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Netla
Main Author: Hreinsdóttir, Anna Magnea
Other Authors: Deild kennslu- og menntunarfræði
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/3344
https://doi.org/10.24270/netla.2022.7
Description
Summary:Lögð er áhersla á að börn og ungmenni láti til sín taka og hafi áhrif á samfélag sitt. Í þessari grein er fjallað um niðurstöður rannsóknar á frumkvæði nokkurra ungmenna að stofnun félagsins Menntakerfið okkar og þær tillögur að breytingum á námskrá sem félagið hefur staðið fyrir. Varpað er ljósi á tilurð, markmið og tilgang félagsins og hvaða áhrif frumkvæðið hefur í ljósi kenninga um mikilvægi samfélagslegrar virkni ungmenna. Einnig er gerð grein fyrir viðbrögðum fullorðinna og jafningja við tillögum þeirra og hvort þar megi greina birtingarmyndir fullorðinshyggju. Byggt er á fyrirliggjandi upplýsingum um félagið, fjölmiðlaumfjöllun um aðgerðir þess og viðtölum við stjórnarmenn, skólastjórnendur og sviðsstjóra hjá Hafnarfjarðarbæ. Helstu niðurstöður sýna að börn og ungmenni geta átt frumkvæði að breytingum með tillögum og aðgerðum og verið öðrum góð fyrirmynd í samfélagslegri virkni. Frumkvæði stjórnar félagsins Menntakerfið okkar og tillögum að breytingum var víða vel tekið, fjallað um þær í ýmsum fjölmiðlum og stjórnin kölluð til ráðgjafar af yfirvöldum sveitarfélaga og ríkis. Má meðal annars greina áherslur félagsins í menntastefnu til ársins 2030. Viðbrögðin voru þó ekki á einn veg og mætti frumkvæðið einnig neikvæðni jafningja á samfélagsmiðlum og hjá kennurum sem töldu að skilja mætti á málflutningi stjórnar félagsins að það væri ekki verið að kenna öll fög í skólanum og að kennararnir kenndu ekki það sem þeir ættu að kenna. Mikilvæg viðbrögð fullorðinna við frumkvæði ungmenna er að styðja við þau og sýna þeim fram á að þau geti verið virk í samfélaginu og tekið þátt í að móta það. The aim of this study is to shed light on how a few 15-year-old students called for changes in the National Curriculum for Compulsory Schools in Iceland which they found obsolete to some extent. The objective, furthermore, is to analyse the impact of their proposals on their peers, their school, the municipality where the school is located and on government policy making. By examining the students’ initiative, the research ...