Sýn barna á kórónuveiruna og áhrif hennar á þátttöku þeirra í daglegu starfi í leikskóla

Markmið þessarar rannsóknar var að komast að hvernig börn upplifðu leikskólastarf á tímum COVID-19 þegar fyrsta bylgja faraldursins gekk yfir. Tilgangur rannsóknarinnar var að læra af börnunum og nýta þá þekkingu sem skapaðist til þess að styðja betur við börn á fordæmalausum tímum. Rannsóknin byggi...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Netla
Main Authors: Ólafsdóttir, Sara M., Karlsdóttir, Kristín, Sigurjónsdóttir, Díana Lind
Other Authors: Deild kennslu- og menntunarfræði
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/3323
https://doi.org/10.24270/serritnetla.2020.23
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar var að komast að hvernig börn upplifðu leikskólastarf á tímum COVID-19 þegar fyrsta bylgja faraldursins gekk yfir. Tilgangur rannsóknarinnar var að læra af börnunum og nýta þá þekkingu sem skapaðist til þess að styðja betur við börn á fordæmalausum tímum. Rannsóknin byggir á þeim hugmyndum að börn á leikskólaaldri séu getumiklir einstaklingar sem byggi upp þekkingu í samvinnu við önnur börn og fullorðna, þau hafi rétt til þess að hafa áhrif og vera gerendur í eigin lífi. Þátttakendur í rannsókninni voru 23 börn, 3–6 ára, á þremur deildum í einum leikskóla á landsbyggðinni. Tekin voru hópviðtöl við börnin og þeim boðið að teikna á meðan þau ræddu við rannsakanda. Helstu niðurstöður eru að börnin sýndu töluverða þekkingu á kórónuveirunni og þeim áhrifum sem hún hafði á daglegt starf í leikskólanum. Börnin höfðu mismunandi sýn á þær takmarkanir sem settar voru vegna sóttvarna, sumum fannst gott að hafa fá börn í leikskólanum en önnur upplifðu sig ein í barnahópnum vegna fjarveru vina og vildu ekki leika sér. Börnin töluðu um efnivið og svæði í leikskólanum sem þeim þótti skemmtilegast að leika sér á en þau höfðu ekki aðgang að vegna takmarkana og það þótti þeim leiðinlegt. Niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi þess að taka þarf mið af sjónarmiðum barna og hlusta á fjölbreytta tjáningu þeirra svo að styðja megi betur við þarfir þeirra og vellíðan í daglegu starfi leikskólans á tímum takmarkana sem og aðra daga. We are living in an unparalleled time of a pandemic that has affected communities all over the world, and the school system has not been spared. Different measures have been implemented, and in some countries, preschools and primary schools were closed to reduce the spread of the disease and protect the health care system. The closing of schools has affected the education of 80% of children in the world. In Iceland, the Ministry of Health decided not to close the schools. Instead, restrictions on their operations were imposed. This decision was made because children seemed to be ...