Huldufreyjur: Ráðskonur í sveit á síðari hluta 20. aldar

Ráðskonur eiga sér langa sögu í íslensku samfélagi. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að rannsaka störf og félagslega stöðu ráðskvenna sem störfuðu á einkaheimilum í sveit á Íslandi á tímabilinu 1950–2000. Í bakgrunnskafla er einnig fjallað stuttlega um ráðskonur á Íslandi á tímabilinu 1850–1950 til a...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kaldakvísl Eygerðardóttir, Dalrún
Other Authors: Erla Hulda Halldórsdóttir, Sagnfræði- og heimspekideild (HÍ), Faculty of History and Philosophy (UI), Hugvísindasvið (HÍ), School of Humanities (UI), Háskóli íslands, University of Iceland
Format: Doctoral or Postdoctoral Thesis
Language:Icelandic
Published: University of Iceland, School of Humanities, Faculty of History and Philosophy 2022
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/3198
Description
Summary:Ráðskonur eiga sér langa sögu í íslensku samfélagi. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að rannsaka störf og félagslega stöðu ráðskvenna sem störfuðu á einkaheimilum í sveit á Íslandi á tímabilinu 1950–2000. Í bakgrunnskafla er einnig fjallað stuttlega um ráðskonur á Íslandi á tímabilinu 1850–1950 til að fá heildstæða mynd af þróun starfsins í sögulegu samhengi. Rannsóknin er þríþætt. Í fyrsta lagi snýst hún um réttindi og skyldur ráðskvenna sem störfuðu á sveitaheimilum á síðari hluta 20. aldar. Í öðru lagi er leitað svara við því hvers vegna konur gerðust ráðskonur í sveit á tímabili þegar konur höfðu mun fleiri atvinnutækifæri en áður í sögu byggðar Íslands. Í þriðja lagi felur rannsóknin í sér að skoða upplifun ráðskvenna af starfinu og hvernig ráðskonustarfið hafði áhrif á sjálfsmynd þeirra. Til að ná settu marki var gagna aflað með viðtölum. Alls voru tekin 58 viðtöl og þar af var 41 viðtal við konur sem gegnt höfðu ráðskonustarfi á 72 sveitaheimilum á tímabilinu 1950–2000. Í viðtölunum var sérstök áhersla lögð á að draga fram upplifun og álit ráðskvenna á starfi sínu. Rannsóknin byggði öðru fremur á aðferðafræði munnlegrar sögu (e. oral history), allt frá öflun gagnanna með viðtölum, til greiningar og miðlunar þeirra. Ráðskona á sveitaheimili var vinnukraftur sem bjó á vinnustaðnum og fékk laun auk starfshlunninda sem öðru fremur fólust í húsnæði og fæði. Störf ráðskvenna tóku fyrst og fremst til verka innanstokks vegna heimilishalds. Hluti ráðskvenna starfaði þó samhliða við hefðbundin bústörf utanstokks. Rannsóknin sýnir að einstæðar mæður voru fjölmennastar í hópi ráðskvenna í sveit á síðari hluta 20. aldar. Jafnframt kom í ljós að ásókn einstæðra mæðra í ráðskonustarfið kom öðru fremur til vegna þess að það þjónaði um leið sem eins konar félagslegt úrræði fyrir þær. Meginforsendur þess að einstæðar mæður sóttust eftir ráðskonustarfi á sveitaheimilum á árunum 1950–2000 var húsnæðisvandi þeirra, skortur á baklandi og skortur á dagvistunarúrræðum framan af tímabilinu. Konurnar ræddu mikið um það hvernig ...