Stuðningur við skólastjóra í grunnskólum: staða og væntingar

Starfsumhverfi skólastjóra hefur breyst mjög mikið á undanförnum árum, orðið flóknara og starfið viðameira. Með breyttu starfsumhverfi og auknu álagi er stuðningur í starfi þýðingarmikill. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf skólastjóra í grunnskólum til stuðnings við þá í starfi og þör...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Netla
Main Authors: Róbertsdóttir, Sigurbjörg, Björnsdóttir, Amalía, Hansen, Börkur
Other Authors: School of education (UI), Menntavísindasvið (HÍ), Háskóli Íslands, University of Iceland
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Menntavísindastofnun, Menntavísindasvið, Háskóli Íslands 2019
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/2605
https://doi.org/10.24270/netla.2019.16
Description
Summary:Starfsumhverfi skólastjóra hefur breyst mjög mikið á undanförnum árum, orðið flóknara og starfið viðameira. Með breyttu starfsumhverfi og auknu álagi er stuðningur í starfi þýðingarmikill. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf skólastjóra í grunnskólum til stuðnings við þá í starfi og þörf þeirra á stuðningi. Gögnum í rannsókninni var safnað með spurningalista sem sendur var til allra skólastjóra, 174 alls, og var svarhlutfall 67%. Meginniðurstaða rannsóknarinnar var að skólastjórar voru óánægðir með þann stuðning sem var í boði við upphaf ferils þeirra, eingöngu 32% eru ánægðir með þann stuðning sem þeir fá nú í starfi og 47% þeirra nefndu að þörf fyrir stuðning væri fullnægt að mestu leyti. Flestir nefndu að þeir hefðu fengið mestan stuðning frá fjölskyldu eða vini við upphaf ferils síns og eru niðurstöður svipaðar við núverandi aðstæður. Skólastjórar voru sammála um að mikilvægt væri að njóta stuðnings í starfi en 95% sögðu það mjög eða frekar mikilvægt. Flestir töldu að fræðsluyfirvöld ættu að veita þeim mestan stuðning en einnig kom fram að skólastjórar teldu sig þurfa mestan stuðning við úrlausn erfiðra starfsmannamála og við stefnumótun. Svarhlutfall í rannsókninni var vel viðunandi og dreifing svara yfir landið nokkuð jöfn. Það má því álykta að þá mynd, sem dregin er upp hér, megi að öllum líkindum yfirfæra á skólastjóra í grunnskólum almennt. Af niðurstöðunum má álykta að margir skólastjórar kalli eftir víðtækari og markvissari stuðningi og þá aðallega frá fræðsluyfirvöldum. The conditions in which principals work have changed drastically over the past decades. Many aspects of the principal’s role have become more complex, and the demands of the job continue to escalate. These changes, in addition to causing a heavier workload, have increased the need for support for both new and experienced principals. The main purpose of this research project was to study the support that compulsory school principals in Iceland received when they first started their careers, the kind of support they now ...