Estimation of illicit drug use in Reykjavik by wastewater-based epidemiology

Mælingar á fíkniefnum og lyfseðilsskyldum lyfjum í frárennslisvatni hafa undanfarin ár verið notaðar til þess að meta notkun efnanna. Aðferðafræðin byggir á þeirri kenningu að hægt sé að líta á frárennslisvatn sem samansafn þvagsýna frá heilu samfélagi. Áreiðanlegar niðurstöður eru fengnar á mjög fl...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Löve, Arndís Sue Ching
Other Authors: Kristín Ólafsdóttir, Læknadeild (HÍ), Faculty of Medicine (UI), Heilbrigðisvísindasvið (HÍ), School of Health Sciences (UI), Háskóli Íslands, University of Iceland
Format: Doctoral or Postdoctoral Thesis
Language:English
Published: University of Iceland, School of Health Sciences, Faculty of Medicine 2021
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/2586
Description
Summary:Mælingar á fíkniefnum og lyfseðilsskyldum lyfjum í frárennslisvatni hafa undanfarin ár verið notaðar til þess að meta notkun efnanna. Aðferðafræðin byggir á þeirri kenningu að hægt sé að líta á frárennslisvatn sem samansafn þvagsýna frá heilu samfélagi. Áreiðanlegar niðurstöður eru fengnar á mjög fljótvirkan hátt án þess að inngripum sé beitt. Aðal markmið þessarar rannsóknar var að setja upp og gilda greiningaraðferð fyrir fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf í frárennsli frá Reykjavík. Fastfasa súluskiljun (SPE) var notuð við úrhlutun fíkniefna og lyfja í frárennslisvatni frá Reykjavík með ásættanlegum heimtum. Háþrýstivökvagreinir tengdur tvöföldum massaskynjara (UPLC-MS/MS) var notaður við greiningu efnanna. Frárennslissýnum var safnað í Reykjavík á ellefu tímapunktum frá febrúar 2017 til júní 2020. Algeng fíkniefni sem notuð eru á Íslandi voru valin til greiningar ásamt lyfseðilsskyldum lyfjum með þekkta misnotkun. Notkun efnanna var metin í mg/dag/1000 íbúa. Langtímaþróun í fíkniefnanotkun í Reykjavik var metin með mælingum á frárennslisvatni. Notkun kókaíns hækkaði verulega frá 2017 til 2019 en hafði minnkað umtalsvert í júní 2020 á tímum kórónuveirunnar. Notkun bæði amfetamíns og metamfetamíns sýndu merki aukningar frá 2017 til 2020, en notkun amfetamíns var mun meiri en metamfetamíns. Notkun 3,4 methylene-dioxymethamphetamine (MDMA) var stöðug frá 2017 til 2020. Notkun kannabis var stöðug frá 2017 til 2019 en sýndi merki aukningar á tímum kórónuveirunnar árið 2020. Aukning í notkun kókaíns og MDMA sást einnig um helgar þegar borið var saman við aðra vikudaga og einnig á tónlistarhátíð sem haldin var í Reykjavík. Niðurstöður byggðar á mælingum á frárennslisvatni voru bornar saman við aðra vísa að fíkniefnanotkun, fjölda mála vegna fíkniefnaaksturs og gögn um haldlagt magn fíkniefna. Afkastamikil sýnameðhöndlunaraðferð var þróuð þar sem minna rúmmál frárennslissýna var úrhlutað samanborið við aðrar hefðbundnari aðferðir. Þessi aðferð var þróuð bæði fyrir fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf. Mikill tímasparnaður ...