"Vinnugleðin hefur tapast, nú er bara álag og erfitt og lítil gleði": Starfsumhverfi opinberra starfsmanna á tímum efnahagsþrenginga

Árið 2008 markaði upphaf mikils samdráttarskeiðs um heim allan og Ísland var eitt af fyrstu löndunum í Evrópu sem alþjóðakreppan náði til. Áhrifa kreppunnar gætti víða í samfélaginu og þó hún hafi komi harðar niður á einkageiranum hafði hún einnig mikil áhrif í opinbera geiranum, ekki síst hjá sveit...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla
Main Author: Sigursteinsdóttir, Hjördís
Other Authors: Viðskiptadeild (HA), Faculty of Business Administration (UA), Viðskipta- og raunvísindasvið (HA), School of Business and Science (UA), Háskólinn á Akureyri, University of Akureyri
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands 2016
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/258
https://doi.org/10.13177/irpa.a.2016.12.2.11
Description
Summary:Árið 2008 markaði upphaf mikils samdráttarskeiðs um heim allan og Ísland var eitt af fyrstu löndunum í Evrópu sem alþjóðakreppan náði til. Áhrifa kreppunnar gætti víða í samfélaginu og þó hún hafi komi harðar niður á einkageiranum hafði hún einnig mikil áhrif í opinbera geiranum, ekki síst hjá sveitarfélögunum. Tilgangur rannsóknarinnar var að komast að því hvernig starfsfólk sveitarfélaga greindi frá starfsánægju, álagi, starfsöryggi, ánægju með stjórnun vinnustaðarins og umhyggju stjórnenda fyrir heilsu og líðan starfsfólks tveimur, þremur og fimm árum eftir efnahagshrunið. Auk þess var skoðað hvort þættir í starfsumhverfinu, auk persónubundinna þátta, geti spáð fyrir um líkur á starfsánægju. Notað var blandað rannsóknarsnið (spurningalistakannanir og rýnihópaviðtöl). Niðurstöðurnar sýndu lækkandi hlutfall þeirra sem voru ánægðir í starfi eftir því sem lengra leið frá efnahagshruninu, einkum vegna sparnaðaraðgerða stjórnenda. Starfsaðstæður versnuðu verulega að mati þátttakenda og mátti sjá birtingarmyndir þess í fækkun starfsfólks, auknu vinnuálagi, minna starfsöryggi, meiri óánægju með stjórnun og minni umhyggju stjórnenda fyrir heilsu og líðan starfsfólks, sérstaklega á vinnustöðum þar sem uppsagnir höfðu orðið. Uppsagnir á vinnustað var besta spágildið fyrir starfsánægju (OR=0,590), þannig að á vinnustöðum þar sem uppsagnir höfuð orðið var mun minni starfsánægja en á öðrum vinnustöðum. Einnig kom í ljós að aðrir þættir í starfsumhverfinu (umhyggja stjórnenda fyrir heilsu og líðan starfsmanna OR=1,349; ánægja með stjórnun vinnustaðarins OR=1,345; starfsöryggi OR=1,221 og vinnuálag OR=0,801) höfðu allir marktæk áhrif á starfsánægju. Mikilvægt er að stjórnendur hafi vakandi auga fyrir starfstengdri líðan á vinnustaðnum, sérstaklega á samdráttartímum, og þá ekki einungis meðal þeirra starfshópa sem hafa orðið verst úti heldur einnig þeirra sem að jafnaði eru taldir búa við mikið starfsöryggi, eins og starfsfólk sveitarfélaga. The year 2008 marked the beginning of a great recession worldwide and Iceland ...