„Það er ekki til ein uppskrift“ Fyrsta ár flóttabarna í leikskólum í þremur sveitarfélögum á Íslandi

Árið 2016 kom hópur sýrlenskra kvótaflóttafjölskyldna til Íslands frá Líbanon og settist að í þremur sveitarfélögum (Stjórnarráð Íslands, 2019). Markmið rannsóknarinnar, sem hófst síðla árs 2016 og er langtímarannsókn, eru að athuga reynslu flóttabarna og foreldra þeirra af leik- og grunnskólastarfi...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Netla
Main Author: Ragnarsdottir, Hanna
Other Authors: Menntavísindasvið (HÍ), School of education (UI), Háskóli Íslands, University of Iceland
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Menntavísindastofnun Háskóla Íslands 2020
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/2572
https://doi.org/10.24270/serritnetla.2019.36
Description
Summary:Árið 2016 kom hópur sýrlenskra kvótaflóttafjölskyldna til Íslands frá Líbanon og settist að í þremur sveitarfélögum (Stjórnarráð Íslands, 2019). Markmið rannsóknarinnar, sem hófst síðla árs 2016 og er langtímarannsókn, eru að athuga reynslu flóttabarna og foreldra þeirra af leik- og grunnskólastarfi og frístundastarfi; og að athuga reynslu stjórnenda og kennara í skólum og frístundaheimilum af móttöku barnanna, skipulagi náms og samstarfi við foreldrana. Í greininni er fjallað um þær niðurstöður rannsóknarinnar er snúa að reynslu starfsfólks leikskóla af móttöku og starfi með flóttabörnum úr hópnum og foreldrum þeirra fyrsta árið. Fræðilegur grunnur rannsóknarinnar er í gagnrýnum sjónarhornum á menntun og skólastarf (Banks, 2013; May og Sleeter, 2010; Nieto, 2010) og fjöltyngismenntun til félagslegs réttlætis (Chumak-Horbatsch, 2012; Cummins, 2004; Skutnabb-Kangas, Phillipson, Mohanty og Panda, 2009). Gagnrýnin sjónarhorn á menntun og skólastarf og fjöltyngismenntun til félagslegs réttlætis eru mikilvæg tæki til að varpa gagnrýnu ljósi á reynslu barna af menntun og leggja til umbætur. Gagna var aflað með hálfstöðluðum viðtölum við starfsfólk sex leikskóla. Niðurstöður benda til þess að börnunum vegni vel í leikskólunum og samstarf við foreldra gangi almennt vel, ekki síst vegna góðs undirbúnings fyrir komu flóttabarnanna. Það eru þó ærin verkefni sem leikskólarnir standa frammi fyrir, og snerta m.a. ólík tungumál og menningu. In 2016, eleven Syrian quota refugee families arrived in Iceland from Lebanon and settled in three municipalities (Stjórnarráð Íslands [Iceland Government Offices], 2019). This longitudinal qualitative interview study aims at understanding the experiences of these adults and their children in their preschool and compulsory school settings and leisure time activities; and to explore the experiences of principals and teachers in their schools and leisure time centres of the children´s reception, studies and educational partnerships with their parents. This article presents the findings of ...