Athafnafólk í opinberri stefnumótun á óvissutímum: Hvernig hugmyndin um notendastýrða persónulega aðstoð varð að veruleika á Íslandi

Þessi rannsókn leitast við að útskýra tímamótaákvörðun í þjónustu við fatlað fólk á Íslandi. Opinber stefnumótun hefur löngum einkennst af hægfara breytingum, sem gerast í smáum skrefum. Stundum bregður þó svo við að meiriháttar breytingar verða og stefnumál, sem verið hefur baráttumál hagsmunahópa...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla
Main Author: Sigurgeirsdóttir, Sigurbjörg
Other Authors: Stjórnmálafræðideild (HÍ), Faculty of Political Science (UI), Félagsvísindasvið (HÍ), School of Social Sciences (UI), Háskóli Íslands, University of Iceland
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands 2016
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/253
https://doi.org/10.13177/irpa.a.2016.12.2.5
Description
Summary:Þessi rannsókn leitast við að útskýra tímamótaákvörðun í þjónustu við fatlað fólk á Íslandi. Opinber stefnumótun hefur löngum einkennst af hægfara breytingum, sem gerast í smáum skrefum. Stundum bregður þó svo við að meiriháttar breytingar verða og stefnumál, sem verið hefur baráttumál hagsmunahópa um margra ára skeið, ná fram að ganga. Dagskrárkenningar leitast við að útskýra meiriháttar stefnubreytingar með því m.a. að beina athyglinni að því hvernig og hvers vegna tiltekin málefni koma til kasta stjórnvalda á hverju tíma. Bandaríski stjórnmálafræðingurinn, John W. Kingdon, setti fyrst fram kenningu sína um straumana þrjá og glugga tækifæranna fyrir rúmum 30 árum. Nýlegar rannsóknir evrópskra stjórnmálafræðinga halda því nú fram að nálgun Kingdons geti varpað ljósi á það hvernig það pólitíska kerfi sem stefnumótunin fer fram í virkar og hvernig hegðun og aðferðir þátttakenda í ferlinu hafa áhrif. Í þessari eigindlegu rannsókn er skoðað hvernig hugmyndin um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) varð að veruleika á Íslandi. Rannsóknin byggir á fyrirliggjandi gögnum og viðtölum við lykilfólk um þá framvindu mála sem leiddi til ákvörðunar um að innleiða NPA hér á landi. Rannsóknin lýsir því hvernig og undir hvaða kringumstæðum NPA komst á dagskrá stjórnvalda. Niðurstöðurnar sýna hvernig breytingar á verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga gáfu tækifæri fyrir nýja hugmyndafræði sem nýttist bæði notendum, viðskiptahagsmunum og pólitískum hagsmunum. Niðurstöðurnar benda til þess að þar hafi ekki aðeins verið réttur maður á réttum stað á réttum tíma, heldur varpa þær fræðilegu ljósi á það hvað einkennir athafnafólk í opinberri stefnumótun og hvernig og hvers vegna það skiptir máli á óvissutímum í stjórnmálum. This research seeks to explain a landmark change in the provision of public services for people with disabilities in Iceland. Public policy has for long been characterized by incremental changes. Every now and then, major policy changes take place and longstanding policy objectives pushed by interest ...