Greining á orðanotkun í lesskilningsog náttúruvísindahlutum PISA 2018: Samanburður á íslensku þýðingunni og enska textanum

Markmið þessarar rannsóknar var að kanna samræmi í orðtíðni í íslenskum og enskum textum á lesskilnings- og náttúruvísindahluta PISA-prófanna 2018. Ef þýðing texta í alþjóðlegu prófi er þyngri eða léttari en sami texti á upprunalega málinu getur það haft áhrif á skilning og skekkt samanburð milli tu...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Netla
Main Authors: Pálsdóttir, Auður, Ólafsdóttir, Sigríður
Other Authors: Menntavísindasvið (HÍ), School of education (UI), Háskóli Íslands, University of Iceland
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Menntavísindastofnun Háskóla Íslands 2020
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/2512
https://doi.org/10.24270/serritnetla.2019.31
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar var að kanna samræmi í orðtíðni í íslenskum og enskum textum á lesskilnings- og náttúruvísindahluta PISA-prófanna 2018. Ef þýðing texta í alþjóðlegu prófi er þyngri eða léttari en sami texti á upprunalega málinu getur það haft áhrif á skilning og skekkt samanburð milli tungumála. Greindir voru tveir textar úr lesskilningshluta PISA 2018 og tveir úr náttúruvísindahlutanum. Notaður var orðtíðnilisti Íslenskrar risamálheildar og enskur orðtíðnilisti sem byggist á tveimur málheildum og er aðgengilegur í gegnum hugbúnaðinn VocabProfile. Orðin voru flokkuð eftir tíðni í fimm flokka. Ef munur var á tíðniflokki orða á íslensku og ensku var kannað hvort til væri samheiti fyrir íslenska orðið í sama tíðniflokki og það enska og lengd samheita borin saman. Niðurstöður benda til að hlutfall algengustu orða sé lægra í textum íslensku þýðingarinnar en í ensku frumtextunum og að hlutfall orða í flokki sjaldgæfustu orðanna sé umtalsvert hærra í íslensku textunum en þeim ensku. Þá virðist dreifing orða á milli orðtíðniflokka vera jafnari í ensku en íslensku þýðingunni. Fram komu vísbendingar um ákveðið ósamræmi og ójafnvægi sem fólst í að tveir þriðju hlutar þeirra íslensku orða, sem féllu í annan tíðniflokk en ensku orðin, voru sjaldgæfari en samsvarandi ensk orð. Í ljós kom að fækka hefði mátt orðum í ólíkum orðtíðniflokkum með því að nota íslenskt samheiti í sama orðtíðniflokki og enska orðið og að draga hefði mátt enn frekar úr ósamræminu með því að velja samheiti úr nærliggjandi tíðniflokki. Hlutfall íslenskra samheita sem voru algengari og lengri var yfir 30% í textunum fjórum. Niðurstöðurnar gefa tilefni til að endurskoða þurfi leiðbeiningar OECD og beina því til þýðenda að þeir taki mið af orðtíðnilistum við val á orðum. Icelandic learners’ performance in the reading and science literacy parts of PISA has declined from 2000 to 2015, and the drop in mean scores is one of the most dramatic among participating countries. The percentage of Icelandic participants in the highest proficiency levels ...