Postpartum pelvic floor symptoms and early physical therapy intervention

Markmið: Meginmarkmið þessa doktorsverkefnis var að kanna tíðni grindarbotnseinkenna og vanlíðunar sem þau valda frumbyrjum á fyrstu mánuðum eftir fæðingu, ásamt því að rannsaka hvort tengsl findust milli grindarbotnseinkennanna og fæðingartengdra þátta. Annað meginmarkmið var að kanna áhrif snemmbæ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigurdardottir, Thorgerdur
Other Authors: Kari Bø og Þóra Steingrímsdóttir, Læknadeild (HÍ), Faculty of Medicine (UI), Heilbrigðisvísindasvið (HÍ), School of Health Sciences (UI), Háskóli Íslands, University of Iceland
Format: Doctoral or Postdoctoral Thesis
Language:English
Published: University of Iceland, School of Health Sciences, Faculty of Medicine 2020
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/2291
Description
Summary:Markmið: Meginmarkmið þessa doktorsverkefnis var að kanna tíðni grindarbotnseinkenna og vanlíðunar sem þau valda frumbyrjum á fyrstu mánuðum eftir fæðingu, ásamt því að rannsaka hvort tengsl findust milli grindarbotnseinkennanna og fæðingartengdra þátta. Annað meginmarkmið var að kanna áhrif snemmbærrar grindarbotnsþjálfunar, sem stýrt var af sjúkraþjálfara, í hópi frumbyrja með einkenni frá grindarbotni. Þriðja markmið var að kanna áhrif íþróttaiðkunar fyrir fæðingu hjá afreksíþróttakonum á fæðingarútkomu fyrstu fæðingar. Þrjár vísindagreinar sem byggðar voru á þremur rannsóknum eru hluti af þessari ritgerð. Sértæk markmið voru: Rannsókn I: Að kanna tíðni grindarbotnseinkenna og vanlíðunar sem tengdist einkennunum hjá norður-evrópskum frumbyrjum 6-10 vikum eftir fæðingu og bera saman fæðingu um fæðingarveg og með keisaraskurði. Rannsókn II: Að kanna áhrif einstaklingsmiðaðrar grindarbotnsþjálfunar, sem sjúkraþjálfari leiðir á fyrstu mánuðum eftir fæðingu, á þvag- og endaþarmsleka og þá vanlíðan sem slík einkenni valda hjá frumbyrjum. Áhrif slíkrar þjálfunar á styrk og vöðvaúthald í grindarbotni var einnig metin. Rannsókn III: Að kanna fæðingarútkomu, þar á meðal tíðni bráðakeisaraskurða, lengdar fyrsta og annars stigs fæðingar og alvarlegra spangarrifa hjá frumbyrjum sem voru annaðhvort afreksíþróttakonur eða konur sem ekki æfðu íþróttir. Aðferðir: Rannsókn I var þversniðsrannsókn með 721 manns úrtaki frumbyrja sem fæddu einbura á höfuðborgarsvæðinu Reykjavík. Frá apríl 2015 til mars 2017 svöruðu þátttakendur rafrænum spurningalista heima 6-10 vikum eftir fæðingu. Upplýsingum um þvag- og endaþarmsleka, sig grindarholslíffæra og vandkvæðum tengd kynlífi ásamt tengdri vanlíðan var safnað og borið saman við gögn frá íslensku fæðingarskráningunni. Meginútkomubreytur voru framangreind grindarbotnseinkenni eftir fæðingu og tengd vanlíðan. Rannsókn II var slembi-samanburðarrannsókn til að kanna áhrif grindarbotnsþjálfunar, sem leidd var af sjúkraþjálfara, á tíðni þvag- og endaþarmsleka (aðal-útkomubreytur). ...