Fjármagnsskipan og fjárhagsleg staða fyrirtækja á Íslandi árin 2005 til 2014. Áhrif efnahagshrunsins og annarra þátta á skuldsetningu

Óhófleg skuldsetning getur haft alvarleg áhrif á rekstur fyrirtækja eins og berlega kom í ljós hérlendis í efnahagshruninu. Markmiðið með þessari rannsókn er að draga upp skýra mynd af fjármagnsskipan og fjárhagslegri stöðu íslenskra fyrirtækja og sérstaklega að bæta úr skorti á rannsóknum á stöðu s...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Tímarit um viðskipti og efnahagsmál
Main Authors: Þráinsdóttir, Anna Rut, Magnusson, Gylfi
Other Authors: Viðskiptafræðideild (HÍ), Faculty of Business Administration (UI), Félagsvísindasvið (HÍ), School of Social Sciences (UI), Háskóli Íslands, University of Iceland
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Viðskiptafræðideild og hagfræðideild Háskóla Íslands, viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands. 2016
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/229
https://doi.org/10.24122/tve.a.2016.13.2.3
Description
Summary:Óhófleg skuldsetning getur haft alvarleg áhrif á rekstur fyrirtækja eins og berlega kom í ljós hérlendis í efnahagshruninu. Markmiðið með þessari rannsókn er að draga upp skýra mynd af fjármagnsskipan og fjárhagslegri stöðu íslenskra fyrirtækja og sérstaklega að bæta úr skorti á rannsóknum á stöðu smærri fyrirtækja. Rannsóknarniðurstöður skiptast í þrjá hluta. Í fyrsta hluta er fjárhagsleg staða og fjármagnsskipan fyrirtækja af mismunandi stærð greind með því að bera saman gögn úr innlendum ársreikningum árin 2005 til 2014. Í öðrum hluta eru algengar kennitölur reiknaðar til að gefa skýrari mynd af þróun milli ára. Áhersla er lögð á skuldsetningu en einnig eru reiknaðar kennitölur um greiðsluhæfi og arðsemi. Í þriðja hluta er kannað með fjölbreytu aðhvarfsgreiningu hvaða ólíku þættir kunna að hafa áhrif á skuldsetningu svo sem stærð, aldur, efnislegar eignir, arðsemi og afskriftir. Niðurstöður sýna að skuldsetning er ráðandi fjármögnunarkostur hjá íslenskum fyrirtækjum og var skuldastaða árið 2014 svipuð því sem hún var árin fyrir efnahagshrun. Aðstæður sem upp komu í efnahagshruninu urðu til þess að hreinar skuldir fyrirtækja jukust um tæplega 50% árið 2008. Í lok þess árs var nær helmingur fyrirtækja í landinu með neikvætt eigið fé. Staða eignaminni fyrirtækja versnaði mun meira en þeirra eignameiri. Tengsl þátta komu að einhverju leyti á óvart, en stærð og arðsemi drógu úr skuldsetningu á meðan aldur, efnislegar eignir og afskriftir juku hana. Brýnt virðist að reyna að draga úr hvötum til skuldsetningar og leggja kapp á að styrkja eiginfjárstöðu til að bæta rekstur fyrirtækja og auka fjárhagslegt svigrúm til að mæta áföllum í efnahagslífinu. An excessive level of debt can be very detrimental for companies as the financial crash in Iceland clearly showed. The goal of this project is to analyze the capital structure and financial position of Icelandic companies and in particular address the lack of research into the finances of small firms. The analysis is in three parts. First we look at the finances of ...