„Geturðu ekki bara sagt mér hvernig þetta á að vera?“ Upplifun kennara af ólíkum viðhorfum nemenda til náms

Fjölgun nemenda í háskólanámi frá árinu 2002 og breyttar áherslur í kennslufræði hafa leitt til nýrrar stefnu í háskólakennslu með áherslu á fjölbreytta kennsluhætti. Hér er greint frá rannsókn tveggja kennara á eigin kennslu í fjölmennu meistaranámskeiði í eigindlegum rannsóknaraðferðum. Námskeiðið...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Sigurðardóttir, Margrét Sigrún, Heijstra, Thamar Melanie
Other Authors: Viðskiptafræðideild (HÍ), Faculty of Business Administration (UI), Félags og mannvísindadeild (HÍ), Faculty of Social and Human Sciences (UI), Félagsvísindasvið (HÍ), School of Social Sciences (UI), Háskóli Íslands, University of Iceland
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Menntavísindasvið Háskóla Íslands 2016
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/219
Description
Summary:Fjölgun nemenda í háskólanámi frá árinu 2002 og breyttar áherslur í kennslufræði hafa leitt til nýrrar stefnu í háskólakennslu með áherslu á fjölbreytta kennsluhætti. Hér er greint frá rannsókn tveggja kennara á eigin kennslu í fjölmennu meistaranámskeiði í eigindlegum rannsóknaraðferðum. Námskeiðið byggðist á vendikennslu og var nemendum skipt í fimm umræðuhópa. Strax í byrjun misseris upplifðu kennarar mikinn mun á milli hópanna. Gagnasöfnun var því hafin með það að markmiði að reyna að skilja betur í hverju munurinn lægi og geta með því bætt kennsluna þannig að hún næði til ólíkra hópa. Niðurstöður benda til þess að þó að flestir nemendur hafi vitað að ætlast væri til djúpnálgunar hafi sumir þeirra upplifað óöryggi sem leiddi til yfirborðsnálgunar. Aðrir nemendur voru mjög gagnrýnir á eigindlegar rannsóknaraðferðir og þetta tvennt gerði það að verkum að kennurunum fannst kennslan erfiðari en í þeim hópum þar sem nemendur voru jákvæðir gagnvart námsefninu og kennsluaðferðunum. Changes have taken place within the university, not least with regard to teaching methods. Apart from an increase in the number of students, they also have a more diverse background than before. This makes teaching more challenging and calls for new teaching methods. This article discusses the case of a qualitative research course taught in the autumn of 2014 at the Faculty of Business Administration at the University of Iceland. This is a course with over 130 students in which the teachers have started to use the flip-teaching method, where students listen to a lecture at home and come to the university for a weekly discussion lesson. The class of 2014 was split into five discussion groups, and each one was taught identical material. Early in the semester the teachers started noticing a difference between the groups. However, they were unable to pinpoint what this difference entailed, exactly. The main research question put forward in this article is, therefore: How can teachers better live up to the needs of different groups of ...