Viðhorf foreldra og opinber leikskólastefna

Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á mat foreldra á gæðum leikskólastarfs í samhengi við menningarbundin viðhorf sem birtast í opinberri stefnu leikskóla. Jafnframt að skoða hvort marka mætti breytingar á viðhorfum foreldra á einum áratug. Einstaklings- og hópaviðtöl voru tekin við foreldra...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Netla
Main Author: Einarsdottir, Johanna
Other Authors: Menntavísindasvið (HÍ), School of education (UI), Háskóli Íslands, University of Iceland
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Menntavísindastofnun Háskóla Íslands 2020
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/2167
https://doi.org/10.24270/netla.2020.6
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á mat foreldra á gæðum leikskólastarfs í samhengi við menningarbundin viðhorf sem birtast í opinberri stefnu leikskóla. Jafnframt að skoða hvort marka mætti breytingar á viðhorfum foreldra á einum áratug. Einstaklings- og hópaviðtöl voru tekin við foreldra barna sem voru að ljúka leikskólagöngu sinni í þremur leikskólum í Reykjavík. Tíu árum áður höfðu sambærileg viðtöl verið tekin við foreldra í þeim sömu leikskólum. Viðhorf og gildi foreldranna eins og þau birtust í umræðum og frásögnum þeirra voru skoðuð í félags- og menningarlegu samhengi (Rogoff, 2003). Niðurstöðurnar sýna að viðhorf foreldranna til gæða leikskólastarfs eru í samræmi við opinbera stefnu leikskóla hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum. Þeir lögðu fyrst og fremst áherslu á að börnin lærðu samskipti og félagslega hæfni í leikskólanum. Leikur, óformlegt nám, umhyggja og persónuleg hæfni voru þeir þættir sem foreldrarnir töldu mikilvæga. Hugmyndafræði norrænnar leikskólahefðar hefur átt undir högg að sækja á undanförnum áratugum og hefur sums staðar mátt víkja fyrir bóknámsreki og áherslum á mælanlegan árangur. Þau sjónarmið virtust ekki hafa haft áhrif á viðhorf foreldranna. The aim of this study was to shed light on the quality of preschool education from the perspective of Icelandic parents in light of Icelandic public preschool policy. The study also explored whether parents’ views had changed over a period of ten years. That ten-year period of time was characterized by enormous change in Icelandic society as it transitioned from being largely homogenous to diverse. During this same period, early childhood education internationally has also been confronted with challenges such as accountability and the pressure of academics. Lilian Katz has proposed that the quality of preschool programs can be assessed from different perspectives (Katz,1993). In the top-down perspective, quality is assessed from the views of adults who run the preschools. Inside perspective focuses on quality from the ...