Lög, stefna og úrræði í málefnum háskólanema af erlendum uppruna í þremur háskólum á Íslandi

Publisher's version (útgefin grein) Fjölgun innflytjenda í háskólum á Íslandi kallar á viðbrögð háskólayfirvalda, kennara og háskólasamfélagsins. Íslenskar og erlendar rannsóknir sýna að menntastofnanir, einkum á háskólastigi, gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja félagslegt jafnrétti, með s...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Wozniczka, Anna Katarzyna, Ragnarsdottir, Hanna
Other Authors: Menntavísindasvið (HÍ), School of Education (UI), Háskóli Íslands, University of Iceland
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Menntavísindasvið Háskóla Íslands 2016
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/1967
Description
Summary:Publisher's version (útgefin grein) Fjölgun innflytjenda í háskólum á Íslandi kallar á viðbrögð háskólayfirvalda, kennara og háskólasamfélagsins. Íslenskar og erlendar rannsóknir sýna að menntastofnanir, einkum á háskólastigi, gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja félagslegt jafnrétti, með stefnu sinni og meðal annars með því að beita kennsluaðferðum sem henta fjölbreyttum nemendahópum og bjóða þeim stuðning og ráðgjöf (Anderson, 2008; Hanna Ragnarsdóttir, 2010). Markmið greinarinnar er að að fjalla um niðurstöður skjalagreiningar (e. document analysis) á reglugerðum og stefnu í málefnum háskólanema af erlendum uppruna á Íslandi og úrræðum sem standa þeim til boða í íslenskum háskólum. Fræðilegur grunnur verkefnisins er í gagnrýnum fjölmenningarfræðum þar sem áhersla er á réttindi minnihlutahópa í samfélögum og menntun (Parekh, 2006). Eigindlegum aðferðum var beitt og gagnaöflun fólst í söfnun og skjalagreiningu opinberra skriflegra gagna úr þremur stærstu háskólum á Íslandi ásamt því að skoða lagaramma um íslenska háskóla og stefnu stjórnvalda Íslands í aðlögun innflytjenda (Stake, 1995; Yin, 1994). Niðurstöður benda til þess að hvorki háskólarnir þrír né stjórnvöld hafi skýra stefnu í málefnum háskólanema af erlendum uppruna. Ekki er gerður greinarmunur á innflytjendum og skiptinemum í stefnu háskólanna þriggja og upplýsingar um flest úrræði háskólanna á vefsíðum og í stefnu þeirra eru sniðnar að þörfum skiptinema frekar en innflytjenda. The increased number of immigrants in universities in Iceland calls for a response from university authorities, teachers and campus communities. This response needs to be cognizant of various factors, such as potential language difficulties, cultural precepts and social marginalization. Also, administrative infrastructures need to be available to respond constructively and professionally, which calls for analysis of policy and administrative structures (Anderson, 2008; Gundara, 2000; Rizvi & Lingard, 2010). Access to education for immigrants is crucial in ...