Orðspor Williams Faulkners á Íslandi 1930-1960

Í ritgerðinni er leitað svara við því hvernig nafn höfundarins, Williams Faulkners, varð til og þróaðist á íslenskum menningarvettvangi frá því að það bar fyrst á góma í íslenskum prentmiðli 8. maí 1933 og þar til sjöunda og síðasta þýðing Kristjáns Karlssonar á smásögu eftir Faulkner birtist á pren...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ingvarsson, Haukur
Other Authors: Jón Karl Helgason, Íslensku- og menningardeild (HÍ), Faculty of Icelandic and Comparative Cultural Studies (UI), Hugvísindasvið (HÍ), School of Humanities (UI), Háskóli Íslands, University of Iceland
Format: Doctoral or Postdoctoral Thesis
Language:Icelandic
Published: Háskóli Íslands, Hugvísindasvið, Íslensku- og menningardeild 2020
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/1915
Description
Summary:Í ritgerðinni er leitað svara við því hvernig nafn höfundarins, Williams Faulkners, varð til og þróaðist á íslenskum menningarvettvangi frá því að það bar fyrst á góma í íslenskum prentmiðli 8. maí 1933 og þar til sjöunda og síðasta þýðing Kristjáns Karlssonar á smásögu eftir Faulkner birtist á prenti árið 1960. Víðtækara markmið ritgerðarinnar er að kanna samspil íslenska bókmenntakerfisins við erlend bókmenntakerfi á umbrotatímum í Íslandssögunni þegar staða landsins gagnvart umheiminum tók miklum breytingum. Á því tímabili sem hér er til skoðunar breytist Ísland úr hjálendu Dana í sjálfstætt ríki, úr herlausu landi í hersetið og úr hlutlausu landi í hernaðarlega mikilvægt svæði á tímum seinni heimstyrjaldarinnar og síðar kalda stríðsins. Ritgerðinni er skipt í tvo meginhluta sem hvor um sig tekur mið af samskiptum íslenska bókmenntakerfisins við umheiminn. Í fyrri hlutanum er kannað með hvaða hætti Norðurlönd voru mikilvægasti menningargluggi Íslendinga að umheiminum á tímabilinu 1933–1945. Á þessu tímabili berast skáldsögur eftir Faulkner til Íslands á skandinavísku málunum en líka skrif norrænna menntamanna um höfundinn. Af þessum sökum ber fyrri hlutinn heitið „Norðurlönd sem milliliður“. Í síðari hluta ritgerðarinnar er fjallað um tímabilið frá 7. júlí 1941 þegar Bandaríkjamenn taka við hervörslu Íslands af Bretum og fram til loka sjötta áratugarins. Þá tóku þýðingar á verkum Faulkners að birtast á íslensku og höfundarnafn hans fékk veigamikinn sess í íslenska bókmenntakerfinu. Á þessu síðara tímabili réðust Bandaríkjamenn í umfangsmikla uppbyggingu á menningarstarfi á Íslandi sem fól m.a. í sér rekstur bókasafna í Reykjavík og á Akureyri með bandarískum bókum, dagblöðum og tímaritum. Annar þáttur í þessu menningarstarfi bandarískra yfirvalda voru gagnkvæmar heimsóknir íslenskra og bandarískra lista- og menntamanna milli Íslands og Bandaríkjanna. Þessi starfsemi og heimsókn Faulkners til Íslands árið 1955 skýra heiti seinni hlutans sem er „Bein snerting“. Ritgerðin er framlag til þeirra fjölþættu ...