Viðhorf leikskólakennara og leiðbeinenda til upphafs leikskólagöngu barna

Greinin er byggð á rannsókn sem ætlað er að varpa ljósi á viðhorf og reynslu leikskólakennara og leiðbeinenda í einum leikskóla í Reykjavík af samstarfi við foreldra- og barnahóp með fjölbreyttan bakgrunn og menningu í upphafi leikskólagöngu. Tímamótin eru kölluð aðlögun og er þar vísað til inntöku...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Netla
Main Author: Pálmadóttir, Hrönn
Other Authors: School of education (UI), Menntavísindasvið (HÍ), University of Iceland, Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: The Educational Research Institute 2020
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/1911
https://doi.org/10.24270/netla.2020.3
Description
Summary:Greinin er byggð á rannsókn sem ætlað er að varpa ljósi á viðhorf og reynslu leikskólakennara og leiðbeinenda í einum leikskóla í Reykjavík af samstarfi við foreldra- og barnahóp með fjölbreyttan bakgrunn og menningu í upphafi leikskólagöngu. Tímamótin eru kölluð aðlögun og er þar vísað til inntöku nýrra barna í leikskóla. Hugmyndafræðilegur grunnur rannsóknarinnar er að mestu sóttur í smiðju fræðimanna sem hafa rannsakað þau þáttaskil sem verða þegar börn hefja grunnskólagöngu. Margir sömu þættir koma einnig við sögu við upphaf leikskólagöngu. Litið er á börn sem mikils megnug og skapandi og að námsumhverfi og námskrá skuli byggjast á áhuga og aðstæðum barna og taka tillit til þess að þau eru ólík (Educational Transitions and Change Research group, 2011). Gagna var aflað með eigindlegum rannsóknaraðferðum; einstaklingsviðtölum, rýnihópaviðtölum og vettvangsathugunum á þremur deildum í leikskólanum. Greining gagna fór fram með þemagreiningu, en hún er sveigjanleg aðferð sem notuð er til að skipuleggja og greina gögn (Braun og Clarke, 2013). Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að leikskólakennarar lýstu hlutverki sínu í aðlögunarferlinu sem tvíþættu. Annars vegar að koma á og viðhalda tilfinningalegum tengslum við foreldra og börn. Hins vegar að hafa yfirsýn, ýta undir samstarf innan deilda og miðla þekkingu til samstarfsfólksins. Leiðbeinendur ræddu um virka þátttöku í aðlögunarferlinu og í samskiptum og tengslum við foreldra barnanna eftir að formlegri aðlögun lauk. Þátttökuaðlögun var talin reynast vel sem sameiginlegt námsferli foreldra, barna og leikskólastarfsfólks. Fram komu vísbendingar um að foreldrar af erlendum uppruna ættu frekar í erfiðleikum með þátttöku og að börn af erlendum uppruna upplifðu í mörgum tilvikum erfiðari aðlögun en börn íslenskra foreldra. Rannsóknin sýnir að það er fagleg áskorun að þróa starfshætti sem stuðla að því að skapa samfellu í lífi barna með fjölbreyttan bakgrunn og menningu frá upphafi leikskólagöngu. The aim of the article is to shed light on the attitudes and ...