Equine herpesviruses in Iceland: Course of infection and immune response against gammaherpesviruses type 2 and 5, and isolation of an alphaherpesvirus, type 3

Íslenski hesturinn er eini hestastofninn á Íslandi. Hestar voru fluttir hingað við landnám og hafa verið hreinræktaðir síðan. Vegna landfræðilegrar einangrunar er stofninn berskjaldaður fyrir mörgum sjúkdómsvöldum sem herja á hesta í öðrum löndum. Fimm gerðir herpesveira eru þekktar hjá hestum (equi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Thorsteinsdottir, Lilja
Other Authors: Vilhjálmur Svansson, Læknadeild (HÍ), Faculty of Medicine (UI), Heilbrigðisvísindasvið (HÍ), School of Health Sciences (UI), Háskóli Íslands, University of Iceland
Format: Doctoral or Postdoctoral Thesis
Language:English
Published: University of Iceland, School of Health Sciences, Faculty of Medicine 2020
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/1793
Description
Summary:Íslenski hesturinn er eini hestastofninn á Íslandi. Hestar voru fluttir hingað við landnám og hafa verið hreinræktaðir síðan. Vegna landfræðilegrar einangrunar er stofninn berskjaldaður fyrir mörgum sjúkdómsvöldum sem herja á hesta í öðrum löndum. Fimm gerðir herpesveira eru þekktar hjá hestum (equine herpesvirus, EHV), þrjár alfa () EHV 1, 3 og 4 og tvær gamma () EHV 2 og 5. Meirihluti fullorðinna hesta á Íslandi hafa mótefni gegn EHV-4. Sjúkdómseinkenni sem líkjast EHV-3 sýkingu hafa komið fram í hrossum og báðar gammaherpesveirurnar eru algengar í stofninum. Ísland er samkvæmt okkar bestu vitund, eina landið þar sem EHV-1 veiran finnst ekki. Við staðfestum, með einangrun, EHV-3 veiruna í fyrsta skiptið hjá íslenska hestastofninum. Út frá eðli herpesveira má álykta að allar fjórar landlægu herpesveirurnar hafi komið til landsins við landnám. Við rannsóknir á herpesveirum er mikilvægt að notast við frumur úr sama hýsli og veiran. Með því að innleiða æxlisgen í prímer nýrna- og lungnafrumur bjuggum við til hestafrumulínur. Hægt er að rækta frumulínurnar 40 sinnum, ólíkt upprunalegu frumunum sem einungis er hægt að umrækta 10-12 sinnum. EHV-5 veiran hafði mun hærri títer í nýrnafrumulínunni og innleiðslugeta hennar var um fjórum sinnum betri, borið saman við prímer nýrnafrumurnar. Þessar frumulínur nýtast við rannsóknir á hestaveirum. Sýkiferill EHV-2 og EHV-5 og ónæmissvar gegn EHV var skoðað með því að fylgja eftir folöldum frá köstun fram að 22 mánaða aldri. Mæðrum þeirra var fylgt eftir í 6 mánuði. Sértækt EHV mótefnasvar var mælt, veirumagn var greint með qPCR og veirueinangrun var reynd. EHV-2 var einangruð frá 5 daga gömlu folaldi og EHV-5 á degi 12, fyrr en áður hefur fundist. Sértækt EHV mótefnasvar var ekki mælanlegt hjá folöldunum áður en þau komust á spena, en hækkaði nokkrum dögum síðar. Mótefnin frá móður lækkuðu síðan fram að 3-4 mánaða aldri og samhliða jókst EHV-2 magn. EHV-5 náði hins vegar ekki hámarki fyrr en folöldin voru eins árs. Folöldin voru flokkuð í tvo hópa, eftir sértæku EHV ...