The epidemiology of penicillin non-susceptible pneumococci in Iceland

Streptococcus pneumoniae, pneumókokkar, sem ekki voru næmir fyrir penisillíni (PÓP) fundust fyrst á Íslandi 1988 og urðu á fjórum árum 20% allra pneumókokka stofna sem greindust hjá sjúklingum. Flestir voru þeir af hjúpgerð 6Bii/E, CC90. Árið 2011 hófust bólusetningar barna með bóluefni með próteint...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hjálmarsdóttir, Martha Ásdís
Other Authors: Karl G. Kristinsson, Læknadeild (HÍ), Faculty of Medicine (UI), Heilbrigðisvísindasvið (HÍ), School of Health Sciences (UI), Háskóli Íslands, University of Iceland
Format: Doctoral or Postdoctoral Thesis
Language:English
Published: University of Iceland, School of Health Sciences, Faculty of Medcine 2016
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/143
Description
Summary:Streptococcus pneumoniae, pneumókokkar, sem ekki voru næmir fyrir penisillíni (PÓP) fundust fyrst á Íslandi 1988 og urðu á fjórum árum 20% allra pneumókokka stofna sem greindust hjá sjúklingum. Flestir voru þeir af hjúpgerð 6Bii/E, CC90. Árið 2011 hófust bólusetningar barna með bóluefni með próteintengdum fjölsykrum af 10 hjúpgerðum pneumókokka. Markmið rannsóknarinnar voru að rannsaka algengi PÓP í stofnum frá sjúklingum; dreifingu hjúpgerða í sjúklingastofnum áður en bólusetningar hófust; hvort heilbrigð börn bæru fleiri stofna af fleiri en einni hjúpgerð í senn og hvort þeir bæru gen fyrir festiþræði. Í öllum tilvikum var algengi hjúpgerða í pneumókkabóluefni fyrir börn og sýklalyfjanæmi rannsakað. Notaðir voru allir PÓP stofnar sem voru greindir á Sýklafræðideild Landspítalans frá öllum sjúklingasýnum, 1995-2015; allir pneumókokka-stofnar, frá miðeyra, neðri öndunarvegum og ífarandi pneumókokkasjúkdómi 2007-2011; nefkoksstrok frá börnum sem safnað var á 15 leikskólum á höfuðborgarsvæðinu vorið 2009. Stofnar af sömu svipgerð og áður hafði ræktast frá sjúklingi innan 30 daga voru útilokaðir. Næmispróf voru gerð samkvæmt CLSI og EUCAST stöðlum, hjúpgerð greind með hefðbundnum aðferðum og/eða PCR, erfðaskyldleiki kannaður með PFGE og MLST og gen festiþráða, PI-1 og PI- 2, með PCR. Árin 1995-2010 ræktuðust 13.937 pneumókokkastofnar sem uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar. Yfir tímabilið voru 27,7% þeirra ónæmir fyrir penisillíni og 89,8% af bóluefnis hjúpgerðum. Árið 1996 voru 25,9% PÓP, flestir af hjúpgerð 6Bii/E, CC90, sem var hæsta hlutfallið á fyrri hluta rannsóknarinnar. Samfara hnignun CC90 sem síðan hófst varð hlutfall PÓP lægst, 13,6%, árið 2001. Eftir það var hröð fjölgun aftur orsökuð af 19F, CC320 og varð hlutfall PÓP 42,7% árið 2011. Árið 2015 voru PÓP stofnar sexfalt færri en 2011 og kom fækkunin fyrst fram hjá yngstu börnunum. Árin 2007-2011 ræktuðust 1.616 pneumókokkastofnar frá miðeyra, neðri öndunarvegum og ífarandi sýkingum. Þar af voru 54,4% frá miðeyra, 34,9% frá neðri öndunarvegum og 10,7% frá ...