Effects of exopolysaccharides from Cyanobacterium aponinum from the Blue Lagoon in Iceland on immune responses in vitro

Lækningamáttur Bláa Lónsins var uppgötvaður af sórasjúklingum skömmu eftir myndun þess og hafa jákvæð áhrif böðunar í lóninu verið staðfest í klínískum rannsóknum. Enn fremur hefur verið sýnt að böðun í lóninu samhliða UVB meðferð sé árangursríkari en UVB meðferð ein og sér. Þrátt fyrir vinsældir ló...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðmundsdóttir, Ása Bryndís
Other Authors: Jóna Freysdóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Læknadeild (HÍ), Faculty of Medicine (UI), Heilbrigðisvísindasvið (HÍ), School of Health Sciences (UI), Háskóli Íslands, University of Iceland
Format: Doctoral or Postdoctoral Thesis
Language:English
Published: University of Iceland, School of Health Sciences, Faculty of Medicine 2019
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/1296
Description
Summary:Lækningamáttur Bláa Lónsins var uppgötvaður af sórasjúklingum skömmu eftir myndun þess og hafa jákvæð áhrif böðunar í lóninu verið staðfest í klínískum rannsóknum. Enn fremur hefur verið sýnt að böðun í lóninu samhliða UVB meðferð sé árangursríkari en UVB meðferð ein og sér. Þrátt fyrir vinsældir lónsins er lítið vitað um hvernig það hefur áhrif á sóra. Blágrænþörungurinn Cyanobacterium aponinum er ríkjandi lífvera í jarðsjó Bláa Lónsins og framleiðir hann utanfrumufjölsykru (EPS-Ca) sem hann seytir í umhverfi sitt. Tilgáta okkar er að EPS-Ca hafi áhrif á ónæmiskerfið sem geti tekið þátt í að miðla þeim bata sem sórasjúklingar fá við böðun í lóninu. Tilgangur verkefnisins var að kanna verkun og verkunarmáta EPS-Ca í frumum sem taka þátt í meingerð sóra. Utanfrumufjölsykran EPS-Ca var einangruð úr floti C.aponium ræktar frá Bláa Lóninu. Angafrumur, sérhæfðar út frá einkjörnungum, voru ræstar með boðefnunum IL-1β og TNF-α og inneitri (LPS) með eða án EPS-Ca í 24 tíma. CD4+ T frumur úr mönnum voru örvarðar með mótefnum gegn CD3 og CD28 í 72 tíma með eða án EPS-Ca síðasta sólarhringinn. Hyrnisfrumur, fengnar frá ATCC, voru örvaðar með TNF-α og annaðhvort IFN-γ eða IL-17A og meðhöndlaðar með eða án EPS-Ca í 24 tíma. Áhrif EPS-Ca voru metin með því að mæla styrk boðefna í floti frumna með ELISA aðferð, tjáningu innanfrumu- og yfirborðssameinda með frumuflæðisjá og lagsjármyndum, og mRNA tjáningu með rauntíma PCR. Angafrumur þroskaðar í návist EPS-Ca juku seytun þeirra á ónæmisbælandi boðefninu IL-10. Angafrumur þroskaðar í návist EPS-Ca ræstu einnig og sérhæfðu ósamgena CD4+ T frumur í samrækt í T bælifrumur (Treg) á kostnað sérhæfingar þeirra í sjúkdómshvetjandi Th17 frumna. Ennfremur tjáðu angafrumur meðhöndlaðar með EPS-Ca meira af yfirborðssameindinni CD141 en angafrumur þroskaðar án EPS-Ca. CD141 er yfirborðssameind sem hefur verið tengd bæli-angafrumum og niðurstöðurnar sýndu að CD141 jákvæðar angafrumur seyttu meira af IL-10 en angafrumur sem tjáðu ekki CD141. Hins vegar dró EPS-Ca meðhöndlun úr tjáningu ...