Parental involvement in compulsory schools in Iceland

Þessi rannsókn fjallar um tengsl heimila og grunnskóla og markmið hennar var þríþætt: Í fyrsta lagi að lýsa því sem er einkennandi fyrir samskipti heimila og skóla, samstarf foreldra og kennara, og fyrir þátttöku foreldra í skólastarfi. Í öðru lagi að skoða hvað unglingum finnst æskilegt varðandi þá...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jónsdóttir, Kristín
Other Authors: Amalía Björnsdóttir, Uppeldis- og menntunarfræðideild (HÍ), Faculty of Education Studies (UI), Menntavísindasvið (HÍ), School of Education (UI), Háskóli Íslands, University of Iceland
Format: Doctoral or Postdoctoral Thesis
Language:English
Published: University of Iceland 2018
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/1013
Description
Summary:Þessi rannsókn fjallar um tengsl heimila og grunnskóla og markmið hennar var þríþætt: Í fyrsta lagi að lýsa því sem er einkennandi fyrir samskipti heimila og skóla, samstarf foreldra og kennara, og fyrir þátttöku foreldra í skólastarfi. Í öðru lagi að skoða hvað unglingum finnst æskilegt varðandi þátttöku foreldra og hvernig koma mætti til móts við óskir þeirra. Í þriðja lagi að draga fram hvernig þjónusta skóla og félagslegir þættir hafa áhrif á tengsl heimila og skóla sem og á ánægju foreldra með skólastarf. Leitað var svara við meginspurningunni: Hvaða hlutverki þjóna tengsl heimila og skóla í grunnskólastarfi á Íslandi? Rannsóknin er þáttur í stærra rannsóknarverkefni, Starfshættir í grunnskólum, en meginmarkmið þess var að veita yfirsýn yfir starfshætti í íslenskum grunnskólum. Gagna var aflað í 20 grunnskólum í fjórum sveitarfélögum og að henni komu um 50 rannsakendur. Þátttakendur voru nemendur, foreldrar og starfsfólk skólanna. Í þessari rannsókn á tengslum heimila og skóla var unnið með gögn úr spurningalistum. Fjórir rafrænir spurningalistar voru lagðir fyrir starfsfólk skólanna og rafrænn listi var sendur til foreldra allra nemenda. Einnig voru rafrænir listar lagðir fyrir nemendur í 7.-10. bekk í þeim skólum sem voru með unglingadeildir en þeir voru 14 talsins. Við úrvinnslu var reiknuð lýsandi tölfræði, skoðuð tengsl á milli þátta og notuð fjölbreytuaðhvarfsgreining til að varpa ljósi á hvað hefði áhrif á sjónarmið þátttakenda. Niðurstöður hafa verið birtar í fjórum rannsóknargreinum skrifuðum á ensku en hluti niðurstaðna er til umfjöllunar í kafla um foreldrasamstarf í bókinni Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar. Niðurstöður sýndu að foreldrar og kennarar voru einhuga um að samskipti jafnt sem samstarf þeirra væri mikilvægt fyrir menntun barna og unglinga. Samskipti milli heimila og skóla eru kerfisbundin og regluleg og foreldrar voru yfirleitt ánægðir með þau. Það er hins vegar álitamál hversu oft er um samstarf að ræða. Einkum yngri kennarar sögðu samstarf við foreldra stundum vera ...