Landspróf miðskóla 1946-1976. Áhrif nýju stærðfræðinnar.

Landspróf miðskóla sem inntökupróf í menntaskóla og kennaraskóla og síðar fleiri skóla var haldið á árunum 1946–1976. Prófað var í átta námsgreinum þar sem íslenska vó tvöfalt. Landsprófið var upphaflega grundvallað á reglugerð nr. 3/1937 um námsefni til prófs upp úr öðrum bekk Menntaskólans í Reykj...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Bjarnadóttir, Kristín
Other Authors: Menntavísindasvið (HÍ), School of Education (UI), Háskóli Íslands, University of Iceland
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Menntavísindasvið Háskóli Íslands 2016
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/1010
Description
Summary:Landspróf miðskóla sem inntökupróf í menntaskóla og kennaraskóla og síðar fleiri skóla var haldið á árunum 1946–1976. Prófað var í átta námsgreinum þar sem íslenska vó tvöfalt. Landsprófið var upphaflega grundvallað á reglugerð nr. 3/1937 um námsefni til prófs upp úr öðrum bekk Menntaskólans í Reykjavík. Landsprófið í stærðfræði hélst að miklu leyti óbreytt á árunum 1947–1965. Prófað var í lesnum dæmum sem nemendur höfðu lært áður og í ólesnum dæmum. Frá árinu 1966 breyttist prófgerðin: lesin dæmi voru felld niður, prófið var stytt og tekið var að prófa úr svokallaðri nýrri stærðfræði. Þar var lögð aukin áhersla á tölur og eiginleika þeirra en einnig á mengi ásamt tilheyrandi rithætti og aðgerðum samkvæmt Drögum að námsskrá í landsprófsdeildum miðskóla frá árinu 1968. Markmiðið með innleiðingu nýju stærðfræðinnar var að auka skilning nemenda í stærðfræði. Fjögur landsprófsverkefni í stærðfræði frá árunum 1953, 1966, 1971 og 1975 voru greind með tilliti til inntaks og færnikrafna samkvæmt greiningarlykli TIMSS. Greiningin sýnir að inntak prófverkefnanna breyttist í samræmi við Drög að námsskrá en um leið styttust dæmin, orðadæmum fækkaði og jafnframt fjölgaði innbyrðis óskyldum prófatriðum. Færnikröfur færðust frá lausnaleit yfir í aukna beitingu rútínuaðferða en dæmum með flóknum samsettum aðferðum fækkaði. Gögn sýna að meðaleinkunn í stærðfræði, sem áður hafði verið lægri en meðaleinkunn allra átta námsgreinanna á landsprófi, færðist nær heildarmeðaleinkunn og nemendum gekk hlutfallslega betur en áður. Vonir höfðu staðið til þess að innleiðing mengjafræði yki skýrleik og skilning. Vart var þó hægt að búast við því. Nemendur þurftu á sama tíma að kynnast venjulegri algebru sem mörgum hefur reynst torskilin og námsefnið studdi samhengið milli mengjafræði og algebru aðeins að litlu leyti. Eftir sitja spurningar um hvort glíma við sundurlaus atriði stuðli fremur að vélrænum skilningi en lengri samsett dæmi, og hvort lesin dæmi eigi rétt á sér. The goal of new education legislation in Iceland in 1946 was to create ...