Velkomin til 20 norrænna náttúrusvæða

Náttúra Norðurlanda er fjölbreytt og það er mismunandi eftir löndum hvað það er sem vekur áhuga ferðamanna. Danmörk laðar að með víðáttumiklu votlendissvæði við Vadehavet, mikilvægum en nýsköðuðum fuglasvæðum, hafinu og löngum ströndum eyjanna sem klæddar eru sandöldum, klettum og sandströndum. Ísbr...

Full description

Bibliographic Details
Format: Text
Language:Icelandic
Published: København : Nordisk ministerråd 2006
Subjects:
Online Access:http://urn.kb.se/resolve?urn=urn:nbn:se:norden:org:diva-1431
Description
Summary:Náttúra Norðurlanda er fjölbreytt og það er mismunandi eftir löndum hvað það er sem vekur áhuga ferðamanna. Danmörk laðar að með víðáttumiklu votlendissvæði við Vadehavet, mikilvægum en nýsköðuðum fuglasvæðum, hafinu og löngum ströndum eyjanna sem klæddar eru sandöldum, klettum og sandströndum. Ísbreiður, fjöll og firðir eru meðal þeirra náttúrufyrirbæra sem fær ferðamenn til þess að heimsækja Noreg. Hálendið, eldfjöll, goshverir og önnur jarðfræðileg fyrirbæri draga ferðamenn til Íslands. Í Svíþjóð eru það fjöllin, skógarnir og miklar víðáttur sem ferðamenn vilja upplifa og Finnland er þekkt fyrir þúsundir vatna og hið framandi Lappland. Á Norðurlöndunum eru margir þjóðgarðar og friðlönd. Svæðin eru vernduð til þess að varðveita náttúruna og lífríki hennar en einnig til að almenningur geti upplifað norræna náttúru á sem bestan hátt. Ritið fjallar um nokkur vinsælustu ferðamannasvæði Norðurlandanna. Öll eru þau vernduð samkvæmt lögum um náttúruvernd. Ritinu er ætlað að vekja áhuga fólks á svæðunum og miðla þekkingu um verðmæti þeirra. Í ritinu er að finna upplýsingar um verndarsvæðin, hvar þau eru, hvað einkennir þau, hvernig hægt er að komast að þeim og hvað þau bjóða upp á. Ritið veitir líka upplýsingar um gistingu, matsölustaði og annað í tengslum við viðkomandi svæði. Ferðamenn fá þannig ítarlega lýsingu á því svæði sem þeir hyggjast heimsækja. Sækið ritið á eigin tungumáli á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar: www.norden.org. Það kostar ekki neitt og ritinu má dreifa að vild. Á sömu síðu má panta endurgjaldslaust prentaða útgáfu af hinu 40 blaðsíðna riti.