Campylobacter pylori í magaslímhúð : framvirk rannsókn á algengi C.-pylori í magaslímhúð sjúklinga með einkenni um bólgu eða sár í maga

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open) Gastric mucosal biopsies from 37 patients, who underwent gastroscopy in the gastrointestinal unit of the University Hospital in Iceland, were studied. Biopsies from three different areas of t...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Jóhann Heiðar Jóhannsson, Hjördís Harðardóttir, Erla Sigvaldadóttir, Sigrún Kristjánsdóttir, Bjarni Þjóðleifsson, Einar Oddsson, Ólafur Steingrímsson
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/99933
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open) Gastric mucosal biopsies from 37 patients, who underwent gastroscopy in the gastrointestinal unit of the University Hospital in Iceland, were studied. Biopsies from three different areas of the stomach were obtained in each case. The results of bacterial culture on Skirrow's medium and histological study with HE- and Warthin-Starry staining methods were compared. C.-pylori was found in 75.5% of the specimens and in 86.5% the two different methods gave identical results. C.-pylori was found more commonly in the stomach of these icelandic patients than expected. There was a statistically significant correlation between the histological diagnosis of active chronic gastritis or gastric ulcer and the presence of C.-pylori in the mucosa. All the patients, who were found to have gastric ulcer, and 84.8% of the patients with chronic active gastritis had C.-pylori in the mucosa. These results support the contention that C.-pylori may be a causal agent in gastritis and gastric ulcer. Leitað var að Campylobacter-pylori í magaslímhúð hjá 37 sjúklingum sem voru magaspeglaðir á Landspítalanum. Tvær greiningaraðferðir voru bornar saman: sýklaræktun með sérstöku æti (Skirrow's medium) og vefjarannsókn með sérlitun (Warthin-Starry) fyrir C.-pylori. Sýkillinn fannst í 75,5% sýnanna og hjá 86,5% sjúklinganna bar aðferðunum saman. C.-pylori fannst oftar hjá þessum Íslensku sjúklingum en búast mátti við samkvæmt erlendum rannsóknum. Það fannst tölfræðilega marktækt samband milli virkrar bólgu (gastritis chronica activa) og C.-pylori í magaslímhúð. C.-pylori fannst í magaslímhúð hjá 28 af 33 sjúklingum (84,8%) með virka magabólgu, en einungis hjá einum af fjórum sjúklingum (25%) með hægfara magabólgu. Allir þeir þrettán sjúklingar, sem höfðu sár eða fleiður í magaslímhúð, reyndust einnig hafa C.-pylori. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja þá kenningu að C.-pylori sé meðverkandi orsakaþáttur við virka bólgu og sár í maga.