Tennur og tannleysi 52ja-79 ára kvenna í hóprannsókn hjartaverndar 1986-1987

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open) Rannsókn sú, sem hér um ræðir var gerð á ofanverðu árinu 1986 og árið 1987 á Rannsóknarstofnun Hjartaverndar í Reykjavik. Skoðaðar voru 508 konur 52ja-79 ára. Hliðstæður hópur karla var skoða...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Einar Ragnarsson, Sigurjón H. Ólafsson, Sigfús Þór Elíasson
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/98155
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open) Rannsókn sú, sem hér um ræðir var gerð á ofanverðu árinu 1986 og árið 1987 á Rannsóknarstofnun Hjartaverndar í Reykjavik. Skoðaðar voru 508 konur 52ja-79 ára. Hliðstæður hópur karla var skoðaður á tímabilinu 1985-1986 og niðurstöður birtar í Læknablaðinu (1). Tilgangur rannsóknarinnar var að bæta að nokkru úr þeim skorti á upplýsingum um ástand tyggingarfæra fullorðinna einstaklinga, sem óneitanlega hefur háð allri umræðu og áætlanagerð á þessu sviði. Upplýsinganna var aflað með spurningalista, sem var yfirfarinn á sama hátt og listar stofnunarinnar. Auk þess framkvæmdi hjúkrunarfræðingur munnskoðun samkvæmt stöðluðu eyðublaði. Framkvæmdin var sú sama og unnin af sömu einstaklingum og skoðuðu tilsvarandi úrtak karla rúmu ári áður (1). Helstu niðurstöður voru: Tönnum fer fækkandi með aldrinum. Verulega hefur dregið úr tannmissi eða honum hefur að minnsta kosti seinkað (1, 2). Þótt tannleysi sé ennþá mun algengara meðal kvenna en karla, þá hefur tíðni þess minnkað meira hjá konunum en körlunum síðan 1962 (1,2). Tannlausar með öllu voru 50% (254), en 13,2% (67) voru tannlausar í öðrum gómi. Sambærilegar tölur fyrir karlana voru 39% og 14,7% (1). Tennur efri góms tapast fyrr en tennur neðri góms. Konurnar halda lengst augntönnum og framtönnum í báðum gómum, þó lengur tilsvarandi tönnum neðra góms. Augntennur neðra góms standa lengst. Tanntapið er ekki alveg hliðstætt því, sem gerist meðal karla (1). Í þessum hópi voru 15% með einhvers konar krónur eða brýr eða tæp 30% hinna tenntu. Tilsvarandi tölur fyrir karla voru 10% og 21% (1). Með laus tanngervi í munni (tannparta eða gervitennur) voru tæplega 43% (218), en meðal karla tæp 65% (1). Hjá þeim konum, sem voru tannlausar kom fram að þær elstu höfðu að jafnaði misst tennurnar fyrr á ævinni, en þær yngri haldið þeim lengur. Um 6% hópsins höfðu glatað öllum tönnum efri góms fyrir tvítugt og tæp 3% öllum tönnum neðri góms. Meðalaldur gervitanna var um tólf ár ...