Klínískt rannsóknasetur Landspítala og Háskóla Íslands [ritstjórnargrein]

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open) Ein af aðalröksemdunum fyrir því að sameina Ríkisspítalana og Sjúkrahús Reykjavíkur voru að þannig gæfist tækifæri til þess að draga saman á eina stofnun þá háskólastarfsemi sem fram hafði fa...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristján Erlendsson
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/97834
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open) Ein af aðalröksemdunum fyrir því að sameina Ríkisspítalana og Sjúkrahús Reykjavíkur voru að þannig gæfist tækifæri til þess að draga saman á eina stofnun þá háskólastarfsemi sem fram hafði farið á sjúkrahúsunum báðum, en verið dreifð og lítt skipulögð fram að þeim tíma. Hún hafði þó vissulega verið til staðar en samanburður og samkeppni við erlenda háskólaspítala hvatti í auknum mæli til þess að vísinda- og kennslustarfsemi yrði efld og viðurkennd sem eðlilegur þáttur með þjónustu við sjúklinga og samofin henni í daglegu starfi háskólaspítalans. Ýmis skref hafa síðan verið tekin á þessari leið, með formlegri stofnun skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar en ekki síst með formlegum samstarfssamningi spítalans og Háskóla Íslands sem fyrst var gerður 2001 og síðast endurskoðaður árið 2006. Við opnun Klínísks rannsóknaseturs Landspítala og Háskóla Íslands 15. janúar var stigið enn eitt skrefið í þá átt að viðurkenna og styrkja háskólastarfsemi á spítalanum. Þannig er jafnframt unnið að því að uppfylla lagafyrirmæli nýrra heilbrigðislaga þar sem er kveðið á um að spítalinn skuli stunda vísindarannsóknir og veita vísindamönnum á sviði heilbrigðisvísinda aðstöðu til þess að stunda rannsóknir sínar.