Íslensk áfengismeðferð, breyttar forsendur og aðferðir

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open) Þegar áfengismál á Íslandi eru skoðuð vekur tvennt einkum athygli. Í fyrsta lagi hversu Íslendingar drekka lítið miðað við aðrar þjóðir eða 3.5 lítra af hreinum vínanda á mann árið 1995 (1) Þ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Óttar Guðmundsson
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Geðverndarfélag Íslands 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/97816
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open) Þegar áfengismál á Íslandi eru skoðuð vekur tvennt einkum athygli. Í fyrsta lagi hversu Íslendingar drekka lítið miðað við aðrar þjóðir eða 3.5 lítra af hreinum vínanda á mann árið 1995 (1) Þetta er einhver minnsta heildarneysla sem skráð er í Evrópu. Meðalsala á mann í öðrum Vesturevrópuríkjum er á sama tíma 8.12 lítrar.(2) Í öðru lagi er óvíða jafn mikill áhuga á áfengismeðferðum; framboð á meðferðarrými er mikið og stór hópur fólks hefur leitað sér aðstoðar vegna einhvers konar áfengis- eða fíkniefnavanda(3). Þetta er mótsagnakennt og þarfnast einhverra skýringa. Áfengisvandi Íslendinga hefur um aldir einkennst af því að menn hafa drukkið sig ákaflega ölvaða enda samræmdist slíkt gömlum hefðum úr goðafræði og sögu. Sú skoðun virtist samrunnin íslenskri þjóðarsál að áfengi og fyllerí haldist ávallt í hendur.(4) Þessi afstaða til áfengisdrykkju hefur leitt til mikilla félagslegra vandræða sem tengjast ofurölvun og stjórnleysi. Þetta hefur í raun lítið breyst í tímans rás. Ferðabókahöfundar liðinna alda tíunduðu óheftan drykkjuskap lærðra manna og leikra við hátíðleg tækifæri.(4) Fjölmiðlar lýsa stöðugt taumlausu helgarfylleríi í miðbæ Reykjavíkur sem vart eigi sér hliðstæðu á Vesturlöndum. Á öllum öldum hefur verið hvatt til hófsemi en drykkjusiðum hefur ekki tekist að breyta að neinu ráði nema þá helst á bannárunum. Þessi reynsla færði mönnum heim sanninn um að einhverrar meðferðar væri þörf enda dygðu heitstrengingar einar og sér næsta skammt eins og þessi örvæntingarfulla visa eftir sr. Jón Þorláksson sýnir: Vín eg sver og víf frá mér og vonda reiði; góður bid eg guð mig leiði, svo geti' eg dugað þessum eiði.