Skráning krabbameina [ritstjórnargrein]

Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Lýðgrunduð (population-based) skráning illkynja meinsemda er forsenda þess að fylgja megi eftir breytingum sem verða á nýgengi krabba­meina, þannig að meðal annars megi draga álykt­anir um orsaka­þætti þessa sjúkdómaflokks...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jóhannes Björnsson
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2007
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/9781
Description
Summary:Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Lýðgrunduð (population-based) skráning illkynja meinsemda er forsenda þess að fylgja megi eftir breytingum sem verða á nýgengi krabba­meina, þannig að meðal annars megi draga álykt­anir um orsaka­þætti þessa sjúkdómaflokks. Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands var stofnuð 10. maí 1954. Framvirk skráning nýgreininga hófst 1. janúar 1955, og hafa, þegar þetta er ritað, ríflega 32.000 sjúkdómsgreiningar verið skráðar. Heimtur og nákvæmni í skráningu krabbameina hérlendis eru af augljósum ástæðum auðveldari en víðast hvar annars staðar, en árlega nýgreinast á Íslandi ríflega 1100 illkynja meinsemdir. Skilgreining skrárinnar er um tvennt sérstök. Í fyrsta lagi er þeirri reglu fylgt, eins og víðast annars staðar, að grunnfrumukrabbamein (carcinoma basocellulare) í húð eru ekki skráð, en gróflega áætlað greinast rúmlega 200 þessara æxla hérlendis á ári hverju. Vafalaust má deila um þessa ráðstöfun, en sárasjaldgæft er að æxli þessarar gerðar meinverpist, þótt slíkt sé þekkt. Í öðru lagi hefur Krabbameinsskrá KÍ frá upphafi tekið með góðkynja æxli í heilabúi, þar með talið heilabastæxli (meningioma), en á Íslandi greinast árlega um það bil 20 sjúklingar með æxli þeirrar gerðar. Margar erlendar krabbameinsskrár fara eins að. Rétt er að hafa þessar tvær undantekningar í huga þegar rætt er um tölfræði krabbameina á Íslandi en þær breyta þó engu um innihald og notagildi skrárinnar.