Járnbúskapur fullorðinna Íslendinga : tíðni járnskorts og járnofhleðslu

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open) Arfgeng járnofhleðsla var áður álitin sjaldgæfur sjúkdómur sem fannst í 0,005% sjúklinga sem lagðir voru á sjúkrahús, og í 0,015% dauðsfalla á spítölum (1). Í nýlegum, ítarlegum rannsóknum he...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Jón J. Jónsson, Guðmundur M. Jóhannesson, Nikulás Sigfússon, Bjarki Magnússon, Bjarni Þjóðleifsson, Sigmundur Magnússon
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/92811
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open) Arfgeng járnofhleðsla var áður álitin sjaldgæfur sjúkdómur sem fannst í 0,005% sjúklinga sem lagðir voru á sjúkrahús, og í 0,015% dauðsfalla á spítölum (1). Í nýlegum, ítarlegum rannsóknum hefur tíðnin reynst mun hærri. Fjölskyldurannsóknir í Utah, Bandaríkjunum (2) og Brittany í Frakklandi (3) áætluðu tíðni erfðavísa fyrir sjúkdóminn nálægt 0,05, þ.e. 0.25% einstaklinga væri arfhreinn hvað varðar erfðavísi sjúkdómsins. Þessar niðurstöður eru svipaðar og fundist hafa við krufningu í Skotlandi (4). Olsson og félagar könnuðu tíðni arfbundinnar jámofhleðslu meðal 623 sænskra karla á aldrinum 30-39 ára og fundu að 0,5% þeirra höfðu sjúkdóminn (Q=0,069) (5). Járnmælingar hjá 11.065 blóðgjöfum í Utah (6) sýndu svipaða tíðni arfbundinnar járnofhleðslu og rannsóknir meðal þjóða af vestur-evrópskum uppruna (7-9). Um 15 sjúklingar með arfbundna járnofhleðslu höfðu verið greindir á Islandi (10), þegar þessi rannsókn hófst. Ef gert er ráð fyrir svipaðri tíðni sjúkdómsins hér og nefndar nýjustu erlendar rannsóknir gefa til kynna ættu að vera þó nokkrir einstaklingar með ógreindan sjúkdóm meðal fullorðinna Íslendinga. Tíðni blóðleysis má líta á sem einn af mælikvörðum almenns heilbrigðisástands þjóðar (11). Tíðni járnskortsblóðleysis gefur til kynna næringarástand (12) og er einnig til marks um gæði frumheilbrigðisþjónustu þar sem þetta ástand er auðgreinanlegt og læknanlegt (13). Nokkrar rannsóknir um járnbúskap íslendinga hafa verið birtar. Júlíus Sigurjónsson áætlaði járninnihald fæðu og mældi B-hemoglobin í 15 börnum og 76 fullorðnum í þéttbýli og sveitum á árunum 1930-40 og taldi blóðleysi vegna járnskorts ekki algengt (14). Theódór Skúlason og Guðmundur Georgsson rannsökuðu tíðni og orsakir blóðleysis fyrir 30 árum í 4013 sjúklingum sem komu á lyflækningadeild Landspítalans (15). Í þessum valda hópi voru 8,8% karla og 14,3% kvenna með járnskortsblóðleysi (B-hemóglóbín < 128 g/1 og meðalmagn B-blóðrauða í ...